3.6.2011 | 07:24
SÓKNARMARK skilar meiru en KVÓTAKERFI. Til þjóðar og útgerðar og er réttlátt í garð sjómanna..
Nú er fiskveiðistjórnunin í uppi á borði í þinginu og er vert að fylgjast vel með framvindu mála. Því miður er verið að hundsa vilja þjóðarinnar um afnám kvótakerkisins. Heldur er borinn fram "ný" kvótakerfi sem bæði eru með handstýringu á úthlutunum.
En úthlutunar reglur á kvóta eru ekki helstu gallar kvótakerfis þó í kringum þau þróist alltaf spilling heldur verður skilvirknin alltaf slæm og í langflestum tilvikum miklu minni en afkastageta miðanna gefur tilefni til.
Þjóðin á að krefjast SÓKNARMARKS sem er ekki einatt besta og réttlátasta form veiðistjórnunnar heldur skilar SÓKNARMARK alltaf afrakstri í réttu hlutfalli við afrakstursgetu stofnanna og gefur vísbendingu um styrkleika.
Brottkast leggst af og skipin þurfa ekki að flengjast um allan sjó að leita að réttu tegundunum heldur "taka menn það sem er hendi næst og eru ekki að flengjast eftir því sem ekki fæst".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.