AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ! Jóhanna boðar réttilega þjóðaratkvæðagreiðslu. EN það á að kjósa um nokkur kvótakerfi?

Þjóðin verður að skilja að það er ekki verið að svara kalli okkar. Í stað þess að afnema kvótakerfið illræmda sem orsakaði HRUNIÐ og er að kosta okkur uppbygginguna á að gefa okkur kost á einhverjum "útfærslum" á Kvótakerfi.

Árangurinn af stjórnun fiskveiða með Kvótakerfi hefur brugðist. Stjórntækið sem slíkt virkar ekki af því að með kvótakerfi verður að handstýra veiðinni fyrirfram. Þetta gerir það að verkum að ár eftir ár er ekki veitt í réttu hlutfalli við göngur fisks á miðin. (Núverandi ástand).

Stjórnmála menn vilja kvótakerfi til að geta haft hendur í því að skipta aflaheimildum. Í sóknarmakri sitja allir við sama borð og þeir sem kunna að fiska og gera út leiða þróun í greininni. Ekkert brottkast og afrakstur í réttu hlutfalli við styrk stofnanna. 

Jú það verður mikill munur á þeim bestu og þeim sem ekki kunna eins og í öðrum atvinnu greinum. Ríkið á ekki að skammta lífi og dauða og eyðileggja atvinnugreinina með skítugum krumlunum. 

Ef ekki á að kjósa um SÓKNARMARK vs KVÓTAKERFI heldur 3 kvótakerfi þar sem núverandi kerfi verður einn kostur verða að fara fram tvær kosningar þar sem á endanum verða tvö kerfi fyrir valinu annars er þetta ávöxtun á óbreytt ástand með skuldasöfnun, fjárdrætti og mannréttindabrotum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Var ekki Bæjarútgerðin alltaf á hausnum þegar þú varst hjá henni Ólafur.Og ekkert kvótakerfi, og þú máttir fiska eins og þú vildir.Hver var skýringin.

Sigurgeir Jónsson, 29.5.2011 kl. 16:39

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Saga mín hjá BÚR:

  • 1978 var rekstur BÚR mjög bágborinn með togarann Bjarna Ben búinn að ganga í gegnum mikla erfiðleika.
  • Ingólfur Arnarson var þó að komast af stað og var í lagi.
  • Ekkert hafði fiskasta á Snorra Sturluson.
  • Miklum peningum eytt í endurnýjun á karfa frystingunni.

Ég tók við Snorra Sturlusyni um haustið 1978 og við urðum næst hæstir yfir landið fyrstu 4 mánuðina 1650 tonn þrátt fyrir eina siglingu. Stjáni á Haraldi varð hærri.Okkur gekk vel að veiða eftir þetta.

Næsta ár 1979 fór að ganga betur hjá öllum skipum BÚR og þegar ég hætti var rekastrarstaða orðin jákvæð þótt skuldastaðan væri enn dragbítur á fyrirtækinu. Í Sóknarmarki varð þarna til stórkostlegt fyrirtæki sem átti mikla framtíð fyrir sér. Þarna var gott fólk sem vann sína vinnu vel.

Okkur gekk vel eins og sést á kvótaúthlutunni en að við höfum verið á einhverri frjálsri sókn er langt frá sannleikanum. Fyrst að skaffa það sem Frystihúsið bað um síðan fórum við 4 siglingar á ári til Englands og Þýskalands.

Þeir sem aftur á móti fóru á hausinn voru hinumegin á höfninni og áttu ekki fyrir olíu. Allir þekkja þá sögu hvernig BÚR var notuð til að hysja buxurnar upp um pabba strákanna þar. Ætli séu ekki margir slíkir skarfar í útgerð núna?

Kaupendur BÚR fengu kaupverðið borgað ári eftir kaupin með sölu á eignum BÚR svo ég tel alla sem höfðu vit á sjávarútvegi hafi gert sér grein fyrir að 1983 var BÚR eitt best setta sjávarútvegs fyrirtæki landsins hvað rekstur eignir varðaði.

Ég er hreykinn að hafa unnið á þessm árum hjá BÚR og kynnst alvöru útgerðamönnum eins og Marteini Jónassyni og Einari Sveinssyni. Þeir voru ekki pissudúkkur hræddar við að taka þátt í samkeppni um fiskinn.

Ólafur Örn Jónsson, 29.5.2011 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband