HREYFINGIN Á RÉTTRI LEIÐ ... EN AFHVERJU KVÓTAFRUMVARP? Losa þjóðina við KVÓTAKERFIÐ og SPILLINGUNA og setja hér SÓKNARMARK

Virðing Hreyfingarinnar er sannanlega að vaxa á Alþingi og bera þau meira og meira af á sauðspilltu Alþingi sem ekki virðist geta tekið vitrænar ákvarðanir fyrir hagsmuna poti og spillingu.

Hugmynd Hreyfingarinnar að vera með frumvarp tilbúið ef þjóðin nær rétti sínum og fær að fjalla um kvótakerfið er góð en af hverju að bjóðar uppá nýtt kvótafrumvarp?

Ef nota á kvótakerfi eiga allar aflaheimildir að vera boðnar upp og allir að eiga aðgang að þeim. En það er ekki bara úthlutunin sem er slæm við kvótakerfi það er aðalega hvernig eðli stjórntækisins vinnur gegn uppbyggingu og afrakstursgetu.

Aflamagn verður alltaf að fast ákveða fyrirfram og er þar af leiðandi ekki í hlutfalli við "núverandi" afkasta getu! Heldur hvernig var sem er ekki sama og hvernig er.  Við fáum aukninga skeið en erum allaf á eftir að auka aflann og síðan hverfur þessi fiskur af því hann of étur sig en þá erum við enn að auka við alfaheimildir þegar stóri stofninn sem við veiddum ekki er farinn. 

Þetta hefur sennilega skeð fimm sinnum síðan kvótakerfið var sett á og hefur kostað þjóðina milljarða. 

Hvers vegna ekki að gefa þjóðinni kost á að losna endanlega við kvótakerfið sem sett var á af spilltum stjórnmálamanni og taka upp sóknarmark. Skoða má Færeysku leiðina eða okkar eigin sem var sennilega besta fiskveiðistjónunar kerfi sem sett hefur verið á veiðar nokkurrar þjóðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Jónsson

Sæll 'Olafur ég er sammála þér.Lykilatriði er að greitt sé eftir á, til að bankastjórar misvitrir geti ekki ákveðið hverjir fái aðgang að aflaheimildunum og að fiskurinn verði seldur á markaði.það ætti að tryggja að mestu jafnræði,atvinnufrelsi og mannréttindi á markaðslegum forsendum.kv.Kári Sandgerði.

Kári Jónsson, 16.5.2011 kl. 17:47

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sæll Kári þakka þér innlitið. Já skilyrðislaust allur fiskur á markað. Allt til að klippa á spillingu

Ólafur Örn Jónsson, 17.5.2011 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband