Nú á Sagan af ÍSBÍLNUM vel við:

Þjóðmundur átti forláta  ísbíl sem hann tók fram um helgar þegar vel viðraði og fór niðurí bæ og seldi  þá vel af ís. En Þjóðmundur rak stórt heimil svo ekki hafði hann tíma til að stunda bílinn sem skyldi.  Gróðmundur kunningi Þjóðmundar sá að það var hægt að gera betur með ísbílinn og falaðist eftir því við Þjóðmund að hann lánaði sér ísbílinn? Þjóðmundur sem ekki mátti vamb sitt vita mátti til með að gera vini sínum þennan greiða.

Gróðmundur hefur nú rekstur ísbílsins og gengur vel að selja ísinn svo vel að Sæmundur fer að sjá að þetta er hið besta fyrirtæki hjá Gróðmundi. Fer Sæmundur nú til vina sinna í bankanum og spyr þá hvort þeir séu ekki til að lána honum pening til að kaupa ísbílinn af Gróðmundi? Sæmundur fær lánið hjá bankanum og fer til Gróðmundar sem orðin var nokkuð þreyttur á stússinu í kringum ís söluna og býðst til að kaupa af honum ísbílinn fyrir góðan pening svo hann geti bara farið að slappa af og hætt þessu stússi. Og það verður úr að Sæmundur fær ísbílinn fyrir góða borgun. Nokkra milljarða.

Sæmundur gerir nú út ísbílinn góða og gengur vel en Gróðmundur flytur til London og kemur sér vel fyrir meðal hefðarfólksins. Nú líður tíminn og kemur að því að Þjóðmundur hefur samband við Gróðmund og spyr hann um ísbílinn sem hann lánaði honum? "Óóó ísbílinn já uuuh ég seldi Sæmundi bílinn..." "Hvað segir þú Gróðmundur seldir þú ísbílinn....en þú áttir ekki bílinn ég lánaði þér hann". "Hvar eru peningarnir ætlar þú þá að færa mér peningana?" "Neeeiii ég á peningana".segir Gróðmundur. ´"Hvernig má þetta vera Gróðmundur ég held á afsalinu af ísbílnum"? "Verð ég þá að ná í bílinn til Sæmundar"? "Já já þú getur bara gert það". Segir Gróðmundur". "Eg geri það þá og sýni honum afsalið og veit Sæmundur þá að þú áttir ekki bílinn sem þú seldir honum og á þar með endurkröfurétt á þig þar sem þú seldir eitthvað sem þú áttir ekki". segir Þjóðmundur.

HVAÐ SEGIR HÆSTIRÉTTUR UM ÞETTA?

En sagan er ekki búinn því að nú kemur Þjóðmundur að tali við Sæmund og krefur hann um að skila bílnum. Nú segir Sæmundur "en ég borgaði Gróðmundi og hef síðan tekið annað lán út á rekstur bílsins svo þú verður þá að borga mér atvinnu missinn og lánin sem ég er búinn að taka..."!

HVAÐ SEGIR HÆSTIRÉTTUR ÞÁ UM ÞETTA ... ÞJÓFNAÐUR UM HÁBJARTAN DAG?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða kvöldið Ólafur. Ágætis dæmisaga hjá þér og ís er jú alltaf góður :-) Er á fullu á netinu að reyna komast yfir frumvarp sjávarútvegsráðherra en frumvörpin voru skilst mér kynnt fyrir Alþingi í dag. Ég finn þau hins vegar hvergi enn. Ég bíð spennt eftir að fá þau í hendurnar.

Linda (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 19:29

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér innlitið Linda en ætli þú verðir ekki að fara á "lokaðan fund Sjávarútvegsnefndar með hagsmuna aðilum" til að fá frumvarpið. Láttu mig heyra ef þú finnur hvar það er vistað.

Ólafur Örn Jónsson, 17.5.2011 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband