15.5.2011 | 09:21
Þorsteinn Pálsson um Lúvík Jósepsson. Er nýi bankastjórinn að reyna að komast með krumlurnar í kvótagróðann?
Hvað er Þorsteinn að fara með því að fordæma Lúðvík Jósepsson? Að Lúðvík skyldi styðja við innflutning á Skuttogurum? Ein stærsta og mesta bylting í sjávarútvegi sem við höfum gengið í gegn um? Við vorum með úreltasta flota síðutogara í Evrópu og vorum eins og steinaldarmenn við hlið þjóða eins og Breta - Frakka - Þjóðverja- Rússa - Japana - Norðmanna - Dana - Færeyinga! Hvað vitleysa er það sem vellur frá manninum. Áttum við að vera á steinaldar stigi með eld gamal síðutogara?
Minnir mig ekki rétt að hér hafi verið komir 30 eða 35 togarar þegar Matthías tók við og setti hér Sóknarmarkið. Það var engin ofveiði hér á dögum Lúðvíks Jósepssonar enda sára fá skip og síðutogari fiskaði 1/3 á við skuttogara.
Það er nú varla hægt að kenna Lúðvík um óðaverðbólguna hann bar ekki sök á þennslunni sem var í þjóðfélaginu. En rétt er þá að benda á að gengið núna er óvenju lágt og "sérstaklega hagstætt útgerðinni" á kostnað fólksins? Hver stjórnar því?
Það er rétt að Sóknarmarkið er Markaðs fyrirkomulag en hver í ósköpunum getur borið að kvótakerfi sé markaðs fyrirkomulag annar en fíflið hann Hannes Hólmsteinn?
Hvernig geta menn dásamað arðsemi sjávarútvegs sem hefur safnað óða skuldum á síðustu 15 árum svo nemur 300 til 500 milljörðum! Þetta eru meiri skuldir með minni veðum en öll fjölgun togaraflotans á dögum Sóknarmarksins. Það er enginn arður af svona skuldasöfnun og afskriftum.
Án þess að ég sé hlynntur áframhaldandi kvótakerfi er aðgerð ríksstjórnarinnar meira í átt að markaðskerfi en núverandi kerfi. Það á þó að setja aflaheimildir á markað þótt alltof lítið sé. Ekki gefa mönnum aflaheimildirnar eins og nú tíðkast. Einokun og kvótastýring getur aldrei talist til markaðsvæðingar.
Það er mikil langloka þarna hjá Þorsteini sem fer inn um annað en út um hitt en um eitt skal spurt keyptum við ekki 100 togar, byggðum við ekki borgarsjúkrahús og sigöldu í tíð sonarmarksins núna er ekki til peningar til að byggja neitt fyrir utan hörpuna sem er öll í skuld. Nánast engir nýir togarar og óðaskuldir. Hvað er maðurinn að fara?
Núna á að hleypa fleiri einstaklingum inn í sjávarútveg eftir 15 ára hlé. Telur Þorsteinn Pálsson að það muni veikja íslenskan sjávarútveg að fá nýtt blóð inn í atvinnugreinina? Og að minna komi af þessu fólki heldur en þeim sem núna sitja á aflaheimildunum? Hvað með trú Sjálfstæðistefnunnar á frelsi einstaklingsins til athafna?
Enn talar Þorsteinn um núverandi markaðskerfi í útgerð og fiskveiðum? Það er kvótkerfi og mest af aflaheimildunum eru tekin á föstu verði í vinnslu sáralitill afli fer á markaðina. Hvernig getur nokkur maður kallað þetta kerfi markaðskerfi?
Nei Kvótakerfið er umvafið spillingu frá fyrsta degi. Ekkert getur réttlætt það ferli og þá eyðileggingu sem kerfið hefur valdið á íslensku þjóðfélgai og þegnum þess sem margir eru orðnir samdauna spillingunni og eiga sér ekki viðreisnar von.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.