14.5.2011 | 06:41
Upp komast LÍÚ svik um síðir. Friðrik Arngrímsson lyftir lokinu af maðkatunnu kvótaveðanna. Hver er ábyrgð Bankanna?
Nú skal tjalda því sem til er í hræðsluáróðri LÍÚ og jafnvel lyfta hulunni af spilltu framferði útgerðarinna í lánamálum. Nú á almenningur rétt á fá rannsókn á því sem Friðrik upplýsir í þessari yfirlýsingu.
Friðrik nefnir að nú falli "markað verð" á kvótanum. Markaðsverðið sem haldið hefur verið uppi með því að halda aftur af aflaheimildum.
Friðrik nefnir upphæðina 268 milljarðar séu í íslenskum bönkum? Ég vona að það séu ekki meira af kvótaveðum í erlendum bönkum?
En hvernig stendur á 268 milljarða skuld þegar heildar verð á kvótanum er 130 milljarðar brúttó. Fyrir veiði kostnað eins og laun og olíu.
Eins og ég hef sagt þjóðin skuldar útgerðinni ekkert. Allir sem stunda rekstur fyrirtækja taka ábyrgð á eigin gerðum. 70% þjóðarinnar hefur alltaf verið andvígur kvótakerfinu. Hvort óreiðumenn hafi vaðið uppi innan útgerðarinnar er ekki áhyggjuefni þjóðarinnar. Bankarnir tóku þátt í þessari rúllettu útgerðinnar. Þeir sem þar eru í forsvari bera ábyrgð á sinni aðkomu að þessari endaleysu.
Þetta ástand er komið á vegna skipulegra aðgerða af hálfu útgerðaraðila sem létu stjórnast af valdagræðgi. Ekkert mátti standa í vegi að þeir fengju að spila með "kvótarúllettuna". Við erum að horfa á eitthvað versta spillingar mál okkar tíma koma uppá yfirborðið.
En þjóðin á rétt á saumnála rannsókn á öllu háttarlagi útgerðarinnar í kvótaferlinu og hvernig þessi vitleysa hófst og hverjir hafa misnotað veðin og bankanna. Samanber Skinney/Þinganes málið. Eins verður að skoða tengsl LÍÚ inní HAFRÓ þar sem sannanlega hefur verið handstýrt úthlutuðum aflaheimildum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.