13.5.2011 | 09:33
RAGNARAKA SPÁ RAGNARS ÁRNASONAR BYGGÐ Á RAKLAUSU BULLI
Að halda því fram að smávægilegar breytingar á hlutfalli af kvótanum - 8% og að afsalið afnumið leiði til hnignunar í sjávarútvegi er náttúrulega rakalaust bull og lítilsviðing við þá menn sem koma til með að nýta þessi 8 %. Maður kemur í manns stað og það eru svo sannanlega til hæfir og jafnvel hæfari útgerðamenn en nú sitja á aflaheimildunum og hafa skuldsett útgerðina um hundruðir milljarða í góðæri undanfarinna ára.
Staðreyndin er að á einum mannsaldri er með þeirri einokun sem viðhöfð er við úthlutun aflaheimilda búið að eyðileggja Íslenskan sjávarútveg. Milljarðar hafa verið sognir út úr greininni í formi veðlána þar sem kvótinn var notaður sem "skíra gull" í bönkunum og úttektir í formi lána margfaldaðar.
Hvernig er hægt að gera sjávarútveg sem í góðæri hefur safnað 400 milljarða skuldum á síðastliðnum 15 árum óhagkvæmari? Í sóknarmarki keytum við yfir 100 ný og nýleg skip á fimm árum og söfnuðum ekki helmingi af þessum skuldum sem útgerðamenn hafa safnað í góðæri án verulegra skipakaupa.
Framlag til þjóðarinnar hefur verið lágmarkað síðustu 15 ár með skuldasöfnun og minni aflaheimildum til að halda uppi kvótaverði. Fjárdrátturinn úr bönkunum út á kvótaveðin kom ekki úr "money heaven"! Kom hann ekki frá veðunum sem hrundu á ´húsin okkar og eru nú í stað 40 til 60% veða orðin 110 % veðsett?
Óhagkvæmnin í sjávarútvegi byrjaði 1990 þegar stórkostlegar tækniframfarir ruddu sér til rúms. Þessar tækni framfarir eru því miður ekki orðnar almennar í fiskiskipa flotanum enn þann dag í dag.
Dregur úr hvaða fjárfestingum? Fjárdrættinum og losa hvern annan út úr útgerðinni með milljarða útborgunum. Það eru einu "fjárfestingar" sem útgerðamenn virðast þekkja að frá dregnum einstaka undartekningum.
Nýsköpun? Þarfasta nýsköpunin er að afnema einokunina í sjávarútvegi og fá nýtt fólk í veiðar og vinnslu því þessir útgerðamenn sem núna sitja á aflaheimildunum eru búnir að renna sitt skeið og ættu flestir að fara að gera eitthvað annað. Þeir sem þurfa einokun til að sinna sínum störfum eru óhæfir til þess sem þeir eru að gera.
Hvernig getur hagfræðin valið "einokun" fram yfir "Sóknarmark með allan fisk á markað"? Hagfræðingur sem ekki trúir á frelsi einstaklingsins til athafna og eiginleika markaðarins að finna arðvænustu lausnina hlýtur að vera í tilvistarkreppu árið 2011.
![]() |
LÍÚ íhugar viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.