13.5.2011 | 08:01
EINAR K GUÐFINNSSON segir skuldirnar hjá útgerðinni komnar til af því þeir keyptu kvótann einu sinni nei tvisvar nei þrisvar .....
Það er alltaf að sannast betur það sem ég sagði fyrir 15 árum. Aðeins tvennt fær menn til að mæla með kvótakerfinu "annars vegar GRÆÐGI hins vegar HEIMSKA". Hver launaði penni LÍÚ eftir annan koma fram með rök - leysu til að verja kerfið.
Nú síðast er það Einar K Guðfinnsson sem tekur að sér að skýra út fyrir okkur hve einfalt þetta er með 450 milljarða skuldirnar. Jú þessar skuldir eru teknar til að spara okkur Íslendingum ómakið að "hagræða í útgerðinni". Færri skip sami afli. Til þess að þjóðin þurfi ekki að borga þetta hagræði hafa útgerðamenn keypt "allar aflaheimildirnar" ekki einu sinni ekki tvisvar heldur þrisvar!!!!
Einar fer síðan í skógarferð til að skýra þetta út fyrir okkur. Hann gleymir þó að geta þess að við erum 330 þús en hve margar milljónir manna lifa í ESB löndum? Finnst honum virkilega að það sé hægt að bera það saman vægi fiskveiða hjá fólki í ESB og vægi fiskveiða hjá okkur Íslendingum þar sem auðlindin er 70 % af þjóðartekjum. Berðu okkur saman við Færeyjar það er miklu nær.
Ef Einar vill skýra út fyrir þjóðinni skuldirnar á hann að segja okkur hvernig margföld veðsetning kvótanna hófst og hversu mikið þessar skuldir vógu í upphafi hrunsins?
Einar segir að engar skuldir útgerðarinnar séu í vanskilum en 18% séu í athugun? Við erum orðin nokkuð sjóuð í skulda dansinum eftir hrunið og vitum að "skuldir í athugun" eru skuldir í vanskilum. En spurningin er hvað er á bak við þessar "skuldir í athugun"? Margfalt kvótaveð? Verða þá kvótar ekki teknir til baka til ríkisins?
Aðlaga afkastagetu skipanna að afrakstursgetu stofnanna. Og þess vegna var bara hægt að skammta aflamagnið þar sem það nægði flotanum og truflaði ekki verðið á kvótanum? Láta þjóðina verða af hverju afla árinu á fætur öðru. Hversu mörgum milljörðum hefur þjóðin tapað vegna óveidds afla sem synt hefur hjá af því LÍÚ hélt aftur af aukningu kvótans?
En þetta var svo hagkvæmt "fyrir útgerðina". Einokun er hagkvæm fyrir þann sem nýtur hennar en ekki þá sem haldið er frá auðlindinni. Einokunin var sæt fyrir olíufélögin, kortafyrirtækin og núna gos framleiðendur. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN styður sem sagt EINOKUN og FORRÆÐISHYGGJU?
Sjávarútvegurinn hefur stundað stórfelldan fjárdrátt og notað til þess eign þjóðarinnar "kvótann" sem þeir notuðu sem skíra gull í bönkum og eru búnir að margveðsetja. Að segjast vera að spara þjóðinni skattpeninga er móðgun við fólk sem búið er að missa allt sitt útaf hruninu sem varð vegna kvótarúllettunnar.
Rökleysa þessara manna segir okkur aðeins eitt. "Dindlar Davíðs kunna ekki að skammast sín".
Athugasemdir
Ólafur. Er ekki lægi að Hótel og Gistihúsa eigendur kvóta og þeir sem hafa það naðugt á Kanarí missi kvótann?
Vilhjálmur Stefánsson, 13.5.2011 kl. 08:33
Skuldirnar hjá útgerðinni eru ekki helsta vandamálið sem við er að etja í dag þó að vissulega leiki þær veigamikið hlutverk. Ef ársreikningar nokkurra útgerðarfyrirtækja eru skoðaðir nokkur á aftur í tímann (erfitt reyndist að fá ársreikninga nokkurra þeirra þeim hafði ekki verið skilað inn í nokkur ár og var borið við "atvinnuleyndarmálum" og samkeppnismálum), kemur í ljós að kemur í ljós að endurnýjun véla og skipa er MJÖG lítil. Fyrir daga kvótans var UMFRAMAFKASTAGETA í sjávarútvegi miðað við 540 þúsund tonna heildarafla var geta fiskiskipaflotans til veiða rétt um 670 þúsund tonn. Í dag er veiðigeta fiskiskipaflotans, miðað við að ekki verði farið út í breytingar á fiskiskipum, rúmlega 250 þúsund tonn, svo þróunin er nokkuð skýr. Meðalaldur fiskiskipaflotans hefur hækkað. Þetta er það helsta sem "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi" hefur skilað þjóðinni. Þá eru það skuldirnar. Skuldir útgerðarinnar hafa aukist alveg stjarnfræðilega á þessum tíma jú gefum okkur að þeir hafi verið að kaupa kvóta, sem ég veit að var alls ekki raunin í mörgum tilfellum. En maður hlýtur að spyrja sig að því vegna þess að nettó eignastaðan var ekkert allt of góð hjá mörgum þessara fyrirtækja, "HVAR VORU VEÐ FYRIR ÞESSUM LÁNTÖKUM"? Getur það verið að lánstofnanirnar hafi tekið veð í þeim kvóta sem ÁTTI að kaupa og svo framselt þessi veð til erlendra banka þegar þeir sjálfir þurftu að endurfjármagna rekstur sinn????? Er ekki þetta nákvæmlega það sama, sem þarna átti sér stað og þeir GLÆPIR, sem sérstakur saksóknari er að rannsaka núna????? Það eina sem er vit í er að stokka fiskveiðistjórnunina alveg upp og það sem allra fyrst......................
Jóhann Elíasson, 13.5.2011 kl. 08:38
Þetta er glæpurinn Jóhann. Fyrst var jú byrjað að veðsetja og taka lán út á kvótaveðin og borga mönnum út. Og hefði það sennilega getað gengið ef veðið hefði ekki verið uppá "full verð fyrir Kvótann í 30 ár"! Það gat náttúrulega aldrei gengið þar sem það þurfti að veiða fiskinn! Ekki var gert ráð fyrir útgerðakostnaði.
En þeir komust upp með þetta og mikið vill meira. Hagfræðingarnir kynntu nú fyrir LÍÚ sögu peninganna þar sem gull var lagt í geymslur Rochchild ættarinnar og fengu menn í staðinn afsöl sem tryggð voru í gullinu. GULL TRYGGT! Veð þessi voru svo gegnheil að bankarnir sem nú urðu til voru reyðubúin að "velta" þessum og í veðum og í eðlilegu viðskiptaumhverfi er talið í lagi að 9 falda svona veð.
Þetta var "alger snilld þarna var altí einu fullt af pening" Hannes Hólmsteinn á youtube. Þeir gerðu það sama með kvótann. Notuðu hann sem gull og marg veðsettu hann. Kvótinn er 130 milljarða virði en skuldirnar 450 plus.
Ólafur Örn Jónsson, 13.5.2011 kl. 11:11
Ég er ekki hlynntur kvótakerfi í neinni mynd. Menn eiga að hafa frelsi til að stunda þær greinar sem þeim ber hugur til.
Því miður hefur það liðist að menn hafa leigt út aflaheimildir og hirt gróðann. Hvaða stjórnmálaflokkur getur stutt svona fíflagang. Á ekki að vera frelsi einstaklingsins til athafna?
Ólafur Örn Jónsson, 13.5.2011 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.