Verið að lauma KVÓTAKERFINU á í 22 ár í viðbót. Plott Þorsteins Má er að ganga upp með hjálp VG. Eignarhaldið á kvótanum tryggt!

Nú þarf þjóðin að fylgjast vel með því rotin spillingin er enn að verki. Málamynda mótmæli LÍÚ gegn nýja Kvótafrumvarpinu sýna að hér er um skipulagða aðför að Lýðræðinu að ræða. Ef menn rýna þetta nýja frumvarp sést að hér er í raun engin breyting fyrir úterðina nema þeir eru lausir við fyrningarleiðina.

Hvað halda menn að taki við þegar næst verða Ríksstjórnarskipti? Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn er með skýran stuðning við Kvótahafana og nú er orðið deginum ljósara að minnst tveir þingmenn VG ganga erinda kvótapúkans á Akureyri á þingi.

Þessi ríkisstjórn fékk stuðning þjóðarinnar til að afnema spillingu og óréttlæti í íslensku þjóðfélagi. Hún hefur reyndar fengið miklu meiri andspyrnu en maður skyldi hafa ætlað við þetta þjóðþrifa verk? Menn ættu að spyrja sig hvers veGNA? 

En nú er þessi Ríkisstjórn eða að minnsta Jóhanna og Samfylkingin eina von kjósenda að ná rétti sínum í sjávarútvegsmálum. Þjóðin hefur margsýnt andúð sína á kvótakerfinu og spillingunni og óréttilætinu sem því fylgir. Nú verður fólkið á ná rétti sínum. 

Hvorki þetta plott VG né nokkuð annað má koma í veg fyrir ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU þar sem þjóðin kýs milli  KVÓTAKERIS og SÓKNARMARKS.

Eru ekki til mógu margir heiðarlegir þingmenn til að tryggja þetta?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband