10.5.2011 | 13:41
Ekki má svipta þjóð vopnum sínum þegar á hana er ráðist. Afgreiðum yfir gang LÍÚ með ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU
Nú býður LÍÚ þjóðinni í heilagt stríð þar sem þeir ætla enn á ný að grípa til illa fengis auðs úr fjárdrættinum og keyra KVÓTAKERFIÐ í lög. Nú dynja á þjóðinni í formi tilkynninga rakalausar staðhæfingar. Fólk verður að gera sér grein fyrir að hér eru á ferðinni menn haldnir valdagræðgi og hagsmuna gæslu sem svífast einskis. Sú óbilgirni sem kemur fram í hegðun LÍÚ skýrist á þeim völdum sem þorsteinn Már Baldvinsson hefur innan samtakanna.
Þorsteinn Már er búinn að komast upp með það síðan hann byrjaði að veðsetja kvótann að fara eftir mönnum í greininni og þagga niður í þeim. Margir misstu vinnuna og voru einangraðir frá atvinnugreininni fyrir það eitt að hafa skoðun á því óréttlæti og þeirri spillingu sem felst í kvótakerfinu.
Margir eru með símanúmer Þorsteins og Kritsjáns Ragnarsonar á símunum hjá sér eftir miður skemmtileg samtöl þar sem hótanir og viðbjóður var látinn dynja á þeim. Nokkrir okkar fengu að kenna á armi hefndarinnar úr hendi Þorsteins og svíst hann einskis í að eyðilegja lífshlaup manna ef hann vil við hafa.
Þetta hafa þessir menn komist upp með og núna þegar eldri útgerðamenn sem stóðu gegn svona hegðun eru horfnir af sjónarsviðinu er Þorsrteinn með hurðaskellum og yfirgangi búinn að ná tökum á samtökunum og stjórnar hann "stríðinu" gegn þjóðinni. Raka laust bull er látið dynja á þjóðinni í formi tilkynninga.
Ég get sagt ykkur að þessi maður er glæpamaður og hann svífst einskis í samskiptum sínum við menn og ætti í raun að svipta þennan fant öllum sérréttindum hérna á landinu. Láta hann borga skuldir sínar og hypja sig eitthvað annað enda er hann hund fúll að vera hérna.
Þjóðin verður að fá í sínar hendur vopnin sem þarf til að losa sig við yfirgang og óbilgirni LÍÚ. Fá verður í þjóðaratkvæði val milli KVÓTAKERFI vs SÓKNAMARKS. Þannig er slökkt á þessari græðgi og yfirgangi útgerðamanna.
Athugasemdir
Þú ert með Þorstein Már á heilanum Ólafur, eftir allt sem hann gerði fyrir þig.Þú hefðir ekki fengið 5000 tonna kvóta 1984 ef Þorsteinn hefði ekki reddað honum fyrir þig og sjálfan sig í leiðinni.
Sigurgeir Jónsson, 10.5.2011 kl. 21:26
Þegar fleiri þora að tala eiga mörg illvirki þessa rudda eftir að koma í ljós. Menn héldu að þetta væri einhver fjármálasnillingur nú er komið í ljós að að með því að nota "KVÓTARÚLLETTUNA" þar sem veðum er velt áfram í bönkum gat hann haslað sér völd.
Þetta er óheiðarlegt sk.. seiði sem ætti ekki að ganga laus.
Ólafur Örn Jónsson, 10.5.2011 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.