FRAMSALIÐ OG SKUDLASÚPA LÍÚ ÚTGERÐANNA ER AÐ RÚSTA ÍSLENSKA VELFERÐARKERFINU

Læknar sýna erfiðleikum þjóðfélagsins meiri samúð og skilning heldur en flestir hátekju hópar. Þeir skilja það sem Ríkisstjórnin virðist eiga bágt með að skilja að þjóðin "fólkið í landinu" hefur orðið fyrir áfalli. Það er ekki bara hægt að taka og taka frá fólkinu sem berst í bökkum við að halda sér á floti í þessum ragnarökum sem skuldasöfnun LÍÚ útgerðanna hefur steypt þjóðinni í.

En læknar og þeir sem reyðubúnir eru að taka aukasnúning megna lítils þegar á Alþingi situr fólk sem ætlar ekki að rétta þjóðarskútuna af og stoppa vitleysuna og óréttlætið sem kom þjóðinni í þessa stöðu. Ríkisstjórnin verður að gera sér fulla grein fyrir því að við skuldum LÍÚ ekkert. Það þarf ekki að vera að teygja stjórn fiskveiða í átt að þeirra "kröfum" sem ganga allar í sömu átt að "eignast kvótann og skilja þjóðina eftir með fjárdráttinn" sem stundaður hefur verið í 17 ár. 

Ríkisstórnin hefur í hendi sér að velja undirlægju hátt við LÍÚ klíkuna eða að reisa við velferðakerfið svo ekki þurfi að koma til öllmusur til að haldið verði gangandi lágmarks heilbrigðis þjóðnustu. Til að arður af fiskveiðum fljóti aftur um þjóðfélagið verður að afnema kvótakerfið alveg og setja hér Sóknarmak annað er ekki í boði fyrir þjóð sem er að kykkna undan sukkinu. 

Fyrir Kvótakerfið byggðum við risa sjúkrahús og mönnuðum heilbrigðiskerfið með vellaunuðum læknum sem upphófu heilbrigðiskerfið á það stig sem best þekktist í veröldinni. Núna er þetta kerfi að hrynja vegna GRÆÐGI fárra haldandi á fjöreggi þjóðarinnar í umboði spilltra Alþingismanna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband