LANGTÍMAHUGSUN er lausnin! Sægreifarnir sitja í London og fá Tékkann sendan frá leiguliðunum sem hokra á klakanum

Enn vellur bullið uppúr Tryggva Þór Herberssyni sem greinilega þekkir ekki sinn vitjunar tíma.  

Rétturinn til að nýta auðlindina þarf að vera því sem næst varanlegur. Með því að aðgangsrétturinn sé til langs tíma myndar hann "verðmæti" og langtímahugsun við nýtingu auðlindarinnar er tryggð.

Lesendur skulu spyrja sig hvers vegna talar Tryggvi og þessir hagfræði snillingar H Í ekki um yfir 500 milljarða skuldir útgerarinnar. ER HANNES HÓLMSTEINN Á YOUTUBE EKKI NÓG TIL AÐ KENNA MÖNNUM AÐ ÞESSI "VERÐMÆTI" ERU EKKI TIL KVÓTI ER HUGTAK EKKI GULL......?

Í niðurlagi 5 greina sem byggja allar á rakalausu bulli og útúrsnúningum í þeim eina tilgangi að ganga í augun á LÍÚ klíkunni segir Tryggvi

 Til mikils væri að vinna ef stjórnmálamenn bæru gæfu til að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið til frambúðar. Ekki eingöngu vegna þess að þannig væri hægt að tryggja að auðlindarðurinn yrði varðveittur heldur vegna þess að sáttin er einfaldlega sæt og við þurfum svo sárlega á henni að halda.

Hér kemur hrokinn og siðblindan sem þjáir því miður allt of marga stjórmálamenn fram. Hvað skiptir sátt stjórnmálamanna máli? Er það ekki þjóðin sem bar hrunið orsakað af kvótaskuldunum? Er það ekki þjóðin sem þarf að horfa uppá einokun útgerðarinnar á auðlindinni? Er það ekki þjóðin sem horfir uppá mannréttindi fótum troðin? Er það ekki þjóðin sem ber afskriftirnar? Er það ekki þjóðin sem ber atvinnuleysið og byggðaröskun af því ekki má veiða fiskinn? 

Ég spyr hver kaus þennan A..A á þing?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er enginn vandi að stöðva leiguframsalið og það hefur nú því sem næst stöðvast af sjálfu sér.En mér hefur sýnst Ólafur að þú, þótt þú talir svona, að þú viljir gera alla sjómenn að þrælum ríkisins með því að ríkið ræni veiðiréttinum og setji hann á uppboð.Þótt útgrðir bjóði í kvóta, þá lendir kostnaðurinn á sjómönnunum sem vinna um borð, eins og hefur gerst frá því leigukvótinn kom til.Sú kaka sem er til skiptanna stækkarekki við það að ríkið komi og hirði stærsta hluta hennar og það verður óhjákvæmilega minna til skipta fyrir útgerð og sjómenn.ASÍ forystan hefur verið í því undanfarin ár að koma í veg fyrir að fiskvinnslufólk fengi launahækkanir og hefur nú forherts í því þrátt fyrir að fyrirtæki eins og Grandi skili 1300 milljóna hagnaði.ASÍ heimtar að hagnaðurinn fari til ríkisins og fiskvinnslufólk Granda og sjómenn mega éta það sem úti frýs.Forhertastur er af þessu ASÍ liði öfgaumhverfissinninn Guðmundur gunnarsson Gunnarsson skoðanabróðir þinn.

Sigurgeir Jónsson, 8.5.2011 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband