Davíð kok-gleypti Framsóknar-krókinn svo hann stendur enn fastur í R...gatinu á Sjálfstæðisflokknum.

Forysta Sjálfstæðisflokksins verður að fara að gera sér grein fyrir annað hvort liggur fyrir að sameinast Framsóknarflokknum eða snúa bakinu við Davíð-ismanum og hefja Sjálfstæðis-stefnuna aftur til vegs og viðingar.

Í kvótamálinu er flokkurinn eins og stjórnlaust rekald. Rökleysa Tryggva Þór nýlega í Fréttablaðinu ætti að sýna flokksmönnum að flokkurinn á ekki að styðja við sjávarútvegs-stefnu sem ekki er í anda flokksins og stenst ekki röksemdafærslu. 

Hér var gott og skilvirkt fiskveiðistjórntæki "Sóknarmark Mattíasar Bjarnasonar" sem gerði öllum jafn hátt undir höfði í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Að sjálfsögðu verða allir að færa fórnir þegar takmarka þarf aðgang að auðlind. Þetta skildu menn og sátt var um kerfið og var það orðið þjált í meðförum. 

Stjórnendur nokkurra Sambands frystihús á Norðurlandi sem búin voru að sérhæfa sig í þorskvinnslu fyrir USA markað gátu nú ekki sætt sig við að sitja við sama borð og aðrir að þurfa að eyða tíma í að eltast við ódýrari tegundir samhliða þorski eins og aðrir.  Þeir fóru með "betri" hugmynd í sjávarútvegsráðuneytið og Það var nú annað hvort að Halldór Ásgrímsson gæti ekki gert þetta fyrir Sambandið.

Spilling og hagsmuna gæsla ala Davíð og HH! Er það framtíðar sýn forystu Sjálfstæðismanna? Hristið af ykkur niðurlægingu Davíð-ismans sem kostaði þjóðina mesta niðurlægingarskeið sögunnar. Tökum upp fyrri gildi flokksins "stétt með stétt" og tryggjum "einstaklingnum frelsi til orðs og athafna".  

Þjóðin þarf á sterkri forystu að halda. Fólki sem sér spillinguna og er reyðubúið að snúast gegn henni í stað þess að ánetjast henni.  Kvótakerfið verður alltaf millusteinn á hálsi Sjálfstæðisflokksins þar sem einokunin og spillingin sem fylgir slíku stjórntæki samlagast ekki gildum flokksins. 

Hristum Kvótapúkan af öxlinni og setjum Þjóðina í fyrirrúm. Hamingjusöm þjóð er hornsteinn hagvaxtar til framtíðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband