Kvótaskuldirnar eru okkur þungar í skauti þegar á að rétta úr kútnum

Þegar kreppt hefur að hefur sjávarútvegur verið lyftistöngin sem fleytt hefur þjóðinni áfram. Nú er í formi kvótaveða búið að skuldsetja útgerðina svo að ekkert broð er fyrir báru þegar á þarf að halda og allur arðurinn af góðærinu fer í skulda hítina.

Að einangra arðsemi auðlindarinnar frá þjóðinni, í formi kvóta og heimila útgerðum að nota úthlutanir sem veð í bönkum, eru stærstu mistök sem gerð hafa verið í stjórn þessa lands. Það verður að afnema þetta kerfi sem verða mun dragbítur á hag þjóðarinnar meðan ekkert er að gert. 

Ef við bærum gæfa til að afnema hér kvótakerfið STAX Í DAG og settum sóknarmark með allan fisk á markað og handfæraveiðar frjálsar myndi þjóðin vera farin að sjá hagvöxt fólksins í landinu innan fárra mánaða og innan árs værum við búin að bjarga velferðar þjóðfélaginu sem kvótakerfið er að leggja í rúst. 

Í raun eru óða skuldir útgerðarinnar HRUN NÚMER 2 það má bara ekki segja það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband