Stjórn fiskveiða er ekkert einkamál LÍÚ. Þjóðin á fiskinn í sjónum og ráðstafar honum að vild.

Sumir vilja láta eins og útgerðamenn séu einhverjir einkaeigendur að auðlindinni af því spilling réði því að þeir eru búnir að halda einokun á veiðiréttinum í 27 ár.

Það eru hagsmunir þjóðarinnar sem er það eina sem skiptir máli og að það sé tryggt að réttlætis og mannréttinda sé gætt við úthlutun aðgangs að auðlindinni. 

Menn reyna að benda á að einokunin sé réttlætanleg út af arðsemis ástæðum? Hvað var þá verið að abbast við olíu félögunum og þeirra samráði? Það var mjög arðvænlegt og svo Korta fyrirtækin og núna gosið? Hver er munurinn? EINOKUN ER EINOKUN og á ekki að líðast í neinu formi HVERGI. 

Við skulum öll gera okkur fulla grein fyrir því að enginn verður neyddur til að róa ef honum líkar ekki lögin sem þjóðin setur um veiðarnar. 

Vona bara að Aþingi svíki ekki þjóðina um að kjósa milli potta kvóta frumvarpsins og Sóknarmarks. Þjóðin hefur lýst skoðun sinni á Kvótakerfinu og á að fá að kjósa um áfrahald þess. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Ólafur Örn !

Rangt hjá þér; ágæti Kapteinn.

Íslendingar eru; upp til hópa - lyddur og vesalingar, sem dæmin sanna.

Eða; hyggst þú, bera saman, þróttmiklar þjóðir Norður- Afríku og Vestur- Asíu, eins og Líbýumenn / Sýrlendinga og Jemena;; til dæmis, sem taka á málunum, af festu og einurð, á sama tíma - og áköll mín, til okkar samlanda, til harka legra aðgerða, gegn glæpaklíku Jóhönnu og Steingríms, eru algjörlega hunz uð, og í bezta falli samsinnt, af örfáum, ágæti drengur ?

Íslendingar. Jah; það var þá helzt, Ólafur minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 00:56

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér Óskar

Ólafur Örn Jónsson, 7.5.2011 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband