6.5.2011 | 09:17
ÍSL. KVÓTAKERFIÐ ER ÓRÉTTLÁTASTA, SPILLTASTA OG VITLAUSASTA FISKVEIÐISTJÓRN TÆKI SEM ÞEKKIST Í HEIMINUM.
Enn ritar Tryggvi Þór Herbertsson um ágæti kvótakerfisins í Fréttablaðið. Ég verð að að biðja þá sem áhuga hafa á að kynna sér kosti og galla fiskveiðistjórn kerfa að lesa það sem Tryggvi skrifar.
Það verður strax ljóst að Tryggvi er að skrifa þetta í einhverjum fyrirfram ákveðnum tilgangi sem augljóslega hefur ekkert að gera með hagsmuni þjóðar að fyrirúmi eða til að skýra sína persónulegu skoðun. Bak við svona moð getur ekki verið neinn sannfæringarkraftur.
Reynið að lesa ykkur í gegnum þetta pár HAGFRÆÐINGSINS....
Þetta stafar af því að við sóknarmark verða veiðarnar að keppni á milli einstakra skipa og byggðarlaga. Þeir sem eiga styst til hafnar frá miðunum hafa því möguleika til þess að veiða mest. Veiðiþol fiskistofnanna er takmarkað og ef þeir sem eru nær veiða meira hlýtur minna að koma í hlut þeirra sem fjær eru þar sem heildarafli er takmarkaður. Frjálsar veiðar myndu því leiða til byggðaröskunar innan landsbyggðarinnar, styrkja sumar byggðir en veikja aðrar. Frjálsar fiskveiðar gætu hins vegar aldrei leitt til byggðastefnu sem landið í heild gæti sætt sig við auk þess sem aflaverðmæti myndi hrapa þar sem veiða þyrfti í lotum eins og gert var fyrir daga kvótakerfisins. Við frjálsar veiðar gildir: fyrstur kemur fyrstur fær.
Um hvern And.....nn er maðurinn að tala. Á hverju er hann þegar hann lætur þetta frá sér?
KVÓTAKERFIÐ var sett á af spilltum stjórmálamanni sem gekk erinda fárra sem ekki sættu sig við að sitja við sama borð og aðrir. Fyrir utan að nýtast engan veginn við að byggja upp og hámarka afraksturinn þá hefur kerfið allan tímann verið umvafið spillingu og hagsmuna poti. Með framsalinu og veðheimildunum upphófs mesti fjárdráttur sem þjóðin hefur vitnað og er svo komið að útgerðin er GJALDÞROTA!
Ætlum við að borga yfir 500 milljarða skuldir útgerðarinnar? Ætla útgerðafélögin að borga þessar skuldir? Hvernig? Með röngu gengi eins og á sér stað núna þegar þjóðin er kúguð í hagsmuna gæslu við útgerðina svo venjulegu launa fólki er boðið að SVELTA eins og nýgerðir kjarasamningar bera með sér.
Hvað á þjóðin og við sem bíðum eftir að komast að auðlindinni að þurfa að bíða eftir að spilltum stjórnmálamönnum verði rutt úr vegi og hér verði skorið á meinið og óþverranum rutt úr ískensku samfélagi.
Takið eftir að það er aðeins tvennt sem fær menn til að mæla með Kvótakerfinu eins og kemur berlega fram á skrifum Tryggva Þór Herbertssonar: GRÆÐGI eða HEIMSKA nema hvor tveggja sé.
Athugasemdir
Ólafur, þegar ég sé Tryggva, verð ég alltaf að segja, Tryggvi, komdu með frumvarp, frjálsar handfæraveiðar, sagði við Tryggva í gær að það þyrfti að rassskella hann, út af þessum rugl blaðagreinum!
Aðalsteinn Agnarsson, 6.5.2011 kl. 10:33
Sæll Aðalsteinn hvað er að frétta af veiðinni?
Ætlar þú að bjoða mér með einn túr
Þessi maður er ekki með réttu ráði hvernig stendur á að svona menn ná inná þing ??
Eg er hræddur um að þetta sé ekkert að breytast hjá okkur þjóðfélagið bara rotnar í kringum skemmda ávexti ......
Ólafur Örn Jónsson, 6.5.2011 kl. 11:13
Ólafur, var 3 tíma á sjó, í gær, 800 kg. af stórum og fallegum þorski sem er að hryggna.
Sjaldan launar kálfur ofeldi, það á við Tryggva, og allt of marga Íslendinga, sem
hafa verið mataðir, allt sitt líf.
Ég hitti líka Arnar Sigurmunds frá Eyjum og bað hann að stuðla að
frjálsum handfæraveiðum, hann sagði það vera rugl!
Svona er nú mórallinn Ólafur minn, hjá allt of mörgum.
Aðalsteinn Agnarsson, 6.5.2011 kl. 13:59
Dags skammturinn á 3 tímum !!!Þú ert langflottastur !!!
Við erum að tapa milljörðum á þessari Dj....ins vitleysu svo standa þingmenn eins og apar reyna að ljúga að fólkinu.
Já yngri menn eru margir búnir að hlusta á þetta bull og halda að þetta sé allt heilagur sannleikur. Þeir vita ekki að þetta var allt partur í skipulögðu plotti í kringum Kristján og þorstein. Þeir vissu alveg hvað þeir voru að gera þegar verið var að þagga niður í fólki í greininni sem reyndi að benda á þessa vitleysu.
Þeir voru að kaupa sér tíma til að glæpurinn gengi í gegn. Vonandi verður þetta skráð einhvern daginn og menn átta sig á hvílík eyðilegging var unni á þjóðfélaginu. Hvers vegna svona margir styðja þetta ferli get ég ekki skilið.
Ólafur Örn Jónsson, 6.5.2011 kl. 14:29
Ólafur ég held að þú þurfir að taka Tryggva með þér í kaffi á Kaffivagninn til að útskýra fyrir honum hvernig sóknarkerfið virkar. Hann ruglar þessu saman við smábátakerfi Jóns Bjarna, þar sem er keppst við að ná fyrirframm gefnum kvóta á tíma.
Hann skilur ekki að útgerðarmaðurinn fái uthlutað á kvótaáramóti td 200 dögum í þorskveiðar og aðra daga á óæðri tegundum. Þá kemur líka meiri fiskur um borð þegar gott árferði er í sjónum en dregur úr veiði í slæmu árferði.
Hinnvegar er það rétt að þeir sem liggja lengra frá miðum nota fleiri daga í milliferðir á miðin og aftur heim.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 7.5.2011 kl. 11:53
Já Hallgrímur þetta er nú meiri rugludallurinn. Ég hélt að Mái borgaði á greinina en nú sýnist mér á öllu að farið sé að borga á orðin því annað eins moð í 5 greinum!!!
Það er landfræðilegt og enginn fær breitt og ekkert eðlilegara en að byggðarlög njóti nálægðarinnar enda er það hagkvæmara fyrir þjóðina að ekki taki skipin nema 1 til 2 tíma að komast á miðin og til baka í stað 12 til 18 tíma. Ég hélt nú að Sjálfstæðisflokkurinn stæði ekki fyrir svona ríkisafskipti að atvinnugreinum??
Já ég vann í báðum þessum kerfum bæði að fiska fyrir markaði og fyrir hús í báðum kerfunum og það er ekki minnsti vafi að til að ná hámarks veiði og byggja upp stofnanna er Sóknarmarkið margfalt öflugra og hagkvæmnara stjórntæki. Við vorum allir sammála um þetta skipstjórarnir þegar kvótakerfið var sett á.
Nú er Þorsteinn og Kristján búnir að kæfa allt slíkt tal og enginn þorir að æmta eða skræmta.
Já strandveiðarnar eru barn síns tíma og hefði verið miklu nær að setja þessar handfæra veiðar frjálsar eing og þær voru. Þá yrði þetta alvöru.
Ólafur Örn Jónsson, 7.5.2011 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.