4.5.2011 | 10:08
"EINOKUN" fyrst voru það olíufélögin þá kortafyrirtækin og nú gosið en hvað með KVÓTAKERFIÐ? LÖGBUNDIN EINOKUNN GEGN VILJA ÞJÓÐAR
Það er eins og Kvótakerfið sé hafið yfir alla aðra umræðu í samfélaginu. Við rísum upp þegar það sannast sem allir vissu að olíufélögin stunduðu samráð og síðan horfðum við agndofa á að korta fyrirtækin studuðu samráð til að hafa af okkur fé og núna eru "gos" fyrirtækin að halda uppi verði með samráði.
Allt kostar þetta okkur þjóðina part of launum okkar. En allan þennan tíma erum við búin af veikum mætti að láta í ljós skoðanir okkar á kvótakerfinu "EINOKUNINNI" og óréttlætinu sem í því felst. Alveg er sama þótt fjárdráttur útgerðarinnar úr bankakerfinu hafi brennt upp eigur okkar og við fáum í engu notið arðsins af auðlininni í neinu formi vegna afskrifta. Ekkert er gert til að afstýra því að frekari eyðilegging verði á afkomu okkar og við megum sjá arðinn af auðlind þjóðarinnar hverfa í hendur fárra útvaldra án þess að fá rönd við reist.
Þegar Kvótakerfið var sett á 1983/84 vorum við jafnfætis Noregi og stefndum eins og þeir í að verða ríkasta þjóð í heimi. En þarna skildu leiðir. Spilltur stjórnmálamaður gekk veg fámennrar klíku og breytti fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunnar og svo fór sem fór.
Núna 27 árum seinna eftir gjaldþrot þjóðar þar sem einstaklingar og fyrirtæki standa eftir gjaldþrota eða stór skuldug er Noregur ríkast þjóð í heimi með sterkan auðlinda sjóð og engar skuldir. Við áttum sterka innviði í ríkisbönkum og fyrirtækjum fyrir utan einkageirann sem var í örum vexti. Orku auðlindir okkar jöfnuðust á við olíu auðlindir Noregs "eftir hausatölu" og sjávarauðlind okkar var margföls miðað við fólksfjölda.
Það eru hrein landráð að stand í vegi fyrir að þjóðin njóti ávaxta hafsins og ekkert nema spillt Alþingi sem stendur í vegi þjóðarinnar að ná til sín auðlindinni úr höndum hagsmuna klíku sem arðrænir útveginn með óða skulda söfnun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.