Alveg er það einstakt að Prófessorar við Hagfræðideild Háskóla Íslands skuli komast upp með að fara um í ræðu og riti með lygar og rökleysu til stuðnings kvótakerfinu sem leiddi þjóðina í gjaldþrot.
Hvernig má það vera að nútíma Hagfræðigar mæli með stjórnkerfi sem byggir á "Kvóta úthlutun", "einokun" og framsali sem byggir á "skuldsetningu sem er margföld veð-hæfni"?
Nú þegar þjóðin er með veikum mætti að rísa úr öskustó hruns sem varð vegna óða skulda útgerðarinnar fara hagfræðinar Hagfræðideildar hamförum að dásama kerfið sem var grunn orsök hrunsins. Yfir 500 milljarða skuldir útgerðarinnar verða aldrei greiddar af útgerðinni. Hver skyldi enda með þessar skuldir?
Eru þeir Hagfræðinarnir sem láta LÍÚ hafa sig út í þessa vitleysu að mæla með því að farið sé á bak við þjóðina og hún látinn fjármagna milljarða brotthvarf manna úr sjávarútvegi?
Án þess að mæla með ritskoðun er spurning hvernig er þegar menn koma fram fyrir hönd H.Í? Er hægt að mæla með að fræðimenn innan H.Í. séu það vandir að virðingu sinni að þeir fari ekki með hreint fleipur sem stangast á við nútíma hagfræði og beinir þjóðinni í skuldafen og gjaldþrot almennings?
Er það nóg að LÍÚ "sponsori" Hagfræðideildina til að umturna hagfræðinni þannig að hið rétta víki fyrir hinu ranga?
Athugasemdir
Góðan daginn Ólafur og takk fyrir skemmtileg og fræðandi skrif.
Þessi skýrsla sem þú hefur verið að vísa til, hvar get ég nálgast hana?
Bkv.
Linda W.
Linda Wiium, 5.5.2011 kl. 10:50
Sæl Linda þakka þér
Þessi skýrsla "sáttanefndarinnar" er mjög gott plagg og upplýsandi um allt ferli kvótakerfisins frá umsögn "Tvíhöfðanefndarinnar" 1993 og lýsir því hvernig brugðist hefur verið við þrýstingi þjóðarinnar með málamynda "sáttanefndum" skipaðar kvótamönnum eingöngu.
Þessi skýrsla er inná sjávarútvegsráðuneytinu og á bloggi Björn Valur
Þolinmæðis lesning en mjög fróðleg.
Ólafur Örn Jónsson, 5.5.2011 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.