TRYGGVI ÞÓR HERBERTSON LEGGST Á SVEIF KVÓTA-MANNA MEÐ RÖKLEYSU OG ÚTÚRSNÚNINGUM Í FRÉTTABLAÐINU

Alveg er einstakt hvernig Sjálfstæðinmenn skríða fyrir kvótakerfinu og núverandi fyrirkomulagi á fiskveiðum.

Tryggvi gleymir því í fyrstu grein sinni að sjálfsögðu verður að vera aðgangur inn og út úr greininni það er enginn sérstakur arður falinn í því að Ríkið úthluti "sérstökum aðilum" útgerðina um aldur og ævi. Þess vegna verður að vera uppboð á kvóta ef um kvótakerfi er að ræða.

Tryggvi þarf ekki að segja þjóðinni að auðlindin er verðmæt en brottkast og umfram takmarkanir sem felast í Kvótakerinu er að rýra þessar útflutnings tekjur um minnst 50 milljarða á ári.

Enginn hefur mælt með að hér verði farið í Olimpískar veiðar eins og Tryggvi er að benda á og fjalla um en hvort sem farið er sóknarmark eða Ólimpískar veiðar þá er það ekki hlutverk stjórnvalda að ráða því hvernig atvinnugrein vinnur úr sinni arðsemi. Hér er Sjálfstæðisflokkurinn kominn langt út fyrir sína stefnu og farin að tala niður kraft einkaframtaksins. Að sjálfsögður leitar Sóknarmark í hagkvæmasta farið menn munu fara og nýir koma í staðinn eins og var í sóknarmarkinu. BÚH  út Samherji inn.

Hvernig skýrir Tryggvi skuldasöfnun í sjávarútvegi eftir að framsalið var leyft? Hvernig getur Sjálfstæðismaður haldið því fram að Kvótkerfi sem leitt hefur af sér slíka skuldasöfnun og spillingu í kringum hana sé hagstætt þjóðinni og útgerðinni? Er Tryggvi hlynntur því að þjóðin taki á sig þessar skuldir í formi afskrifta?

Öfugt við það sem Tryggvi og aðrar launaðar málpípur LÍÚ sem upphefja  Kvótakerfið segja þá er Sóknarmark með allan fisk á markað og engar gengisfellingar né afskriftir það kerfi sem færa myndi okkur mestan og jafnastan arð af sjávarútveginum á sama tíma og öllum er gert jafn hátt undir höfði. 

Já sennilega myndi skipum og sjómönnum fjölga um 30% en laun mundu haldast óbreytt þar sem bæði bærist brottkast í land, fiskur færi á markað og aukinn afli 4  af hverjum 5 árum vegna þess að góðæri myndu skila sér í auknum afla öfugt við núna. Það er alltaf verið að fela það fyrir fólki að hér er aflaheimildum haldið niðri til að halda uppi verðum á kvótaveðum.

Staðreyndin er að þjóðfélagið er að missa af stórfelldum útflutningstekjum á  kvótakerfinu og samþöppun og einokun á veiðileyfunum mun leiða til stöðnunar eins og í öllum sérhæfðum atvinnugreinum þegar eignaraðildin færist fjær kunnáttu manninum. Sjálfstæðisflokkurinn er á villigötum í kvótakerfinu og ætti að hrista KVÓTAPÚKANN af öxlinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband