Einar Kristinn spáir BLÓÐBAÐI ef hreyft verður við kvótanum. Helmingur útgerða fari á hausinn? Ekki útaf skuldunum heldur að aðrir fái að veiða.

Alveg er einstakt að lesa hugrenningar Einar Kristins Guðfinnssonar um Fiskveiðistjórnun. Hann eins og svo margir aðrir sem reyna að veikum mætti að búa til rök með áframhaldandi óbreyttri fiskveiðistefnu eru svo langt út í skógi að helst lítur út fyrir að þeir rati aldrei til baka.

Núna lítur helst út fyrir að mikill meiri hluti útgerðarinnar sé þegar á hausnum eða hvað heldur Einar Kristinn um óða skuldirnar sem hlaðist hafa upp síðan framsalið var sett á og Kvótarúllettan hófst?  Yfir 500 milljarðar? Er útgerðin fær um að borga niður þessar skuldir? 

Nei það verður ekki fiskveiðistjórntækið sem setur útgerðir á hausinn það verður óráðsía og skuldasöfnun eins og í öðrum atvinnugreinum. 

"Samningaleiðin" var bara Grín eins og "atvinnuleiðin"! Þjóðin krefst breytinga og afnám kvótans Þá er skipuð nefnd kvótamanna og áður en LÍÚ settist við borðið voru upphafs orð Niðurstöðuskýrslunar skrifuð "Nefndin telur að farsælast sé að halda óbreyttu aflamarki".

Það helsta sem skýrist við niðurstöðu þessarar nefndar um endurskoðun á fiskveiðistjórnun er að þeir hópar sem núna hafa nýtingarréttinn ætla að freista þess að nota atvinnuhefð til að eignast kvótann. Þetta er það sem allur slagurinn snýst um núna. Að ná eignar aðild á veiðiheimildunum að eilífu.

Sjálfstæðisflokkurinn er á villigötum í Kvótamálinu það samræmist ekki stefnu flokksins og brýtur gegn mannréttindum. Kvóta stýringar eru Kommonískt fyrirkomulag og á ekki erindi inní vestræna hagstjórn í Lýðræðis ríki.

Einar Kristinn ætti að beita sér fyrir Vestfirðinga og krefjast frjálsra handfæraveiða og aukins frjálsræðis i sjávarútvegi í stað hafta og einokunnar eins og felast í kvótakerfinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband