ÍSLENSKA ÞJÓÐIN Á EKKI AÐ HALDA UPPI KVÓTA HIRÐINNI SEM BÝR ÚT Í STÓRBORGUM HEIMSINS OG SLÆR UM SIG MEÐ "KVÓTA GULLI"

Enginn fær skilið hvernig SA fær sig til að taka þátt í þessum kvóta-dans LÍÚ? Allir vita að það ríkir neyðarástand í landinu eftir hrunið sem orsakaðist af óða skuldsentningu útgerðarinnar í skjóli KVÓTAVEÐA.

Laun eru skammarlega lág og enn kreppir að með húsnæði fólks. Landlægt atvinnuleysi og hrein fátækt að verða staðreind á landinu en á sama tíma taka SA undir með LÍÚ að haldið verði áfram að draga fé út úr útgerðinni til að bæta fólki í hirð flottræfla sem spóka sig um á fjármálamörkuðum Evrópu með "kvóta gull". 

Nú er að sjá dagsljósið frumvarp Ríkisstjórnarinnar sem er því miður "nýtt" kvótafrumvarp. Af hverju Ríkisstjórnin hundsar vilja þjóðarinnar varðandi afnám kvótakerfisins er óskiljanlegt en ennþá gæti verið von að við fáum að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um annars vegar þetta "nýja kvótakerfi" og "sóknarmar".

Í þessu nýja kvótafrumvarpi er ekki komið í ljós hvernig á að tækla skuldir útgerðarinnar né hvernig eigi að ná þeim peningum sem teknir hafa verið með ófrjálsri hendi út úr kerfinu því veðsetning kvótans er ólögleg. "Þú selur ekki það sem þú átt ekki". 

Nú á Ríkisstjórnin leik á borði að ná bæði fjárdrættinum og kvótunum af þessum aðilum sem misstu sig í þessari rúllettu með "kvóta gullið". Hægt er að slá tvær flugur i einu höggi ná einhverju af peningunum og fá aukinn kvóta í leigu pottinn. 

Þá lýtur út fyrir að leigu potturinn geti opnað leið fyrir nýja aðila inn í sjávarútveginn. Leigu potturinn verður að sjálfsögðu "allur fiskur á markað" pottur sem skapa mun mikla grósku í kringum markaðina og ferskir vindar munu leika um byggðirnar. 

Eins verður að gera sér vonir um að "handfæraveiðar" verði frjálsarr það er hreint mannréttinda mál og stór hagsmuna mál smærri byggða.

Þjóðin verður að eiga kröfu á því að allt verði gert til að við förum hraðferð út úr þessu kerfi sem verðið hefur við líði 27 árum of lengi og engu skilað til samfélagsins annars en yfir 500 milljarða skuld og hirðfíflum út um allan heim montandi sig á illa fengnum kvóta auð. Með því að brjóta upp einokun LÍÚ  og SA fer vítamínsprauta um þjóðfélagið og við munum rísa upp úr öskustó Davíð-ismans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband