ASÍ GAF LÍÚ RAUÐASPJALDIÐ! KVÓTA TUÐRAN ER NÚ Í HÖNDUM ÞJÓÐARINNAR SEM REKUR SÍÐASTA NAGLAN Í KVÓTAKISTUNA ÞANN 1. MAÍ 2011

1. Maí verður dauðadagur KVÓTAKERFIS á Íslandi. Á morgun skal það ske. Við látum í okkur heyra og á það reyna hvort þjóin getur ekki ráðið ráðum sínum og afnumið kvótakerfið. Það er ekkert sem segir að fara eigi samningaleið við óreiðumenn sem skuldsett hafa útgerðina þannig að enginn arður er væntanlegur á náinni framtíð og fyrirsjáanlegar eru niðurfellingar skulda sem aldrei fyrr.

LÍÚ þykir sjálfsagt að þessar skuldir lendi á herðum þjóarinnar á meðan þeir halda áfram að borga mönnum í öðru veldi út úr útgerðinni. Allir launa menn sjá að í þessu ástandi verður ekki aukinn kaupmáttur í þessu landi. 

Skollaleikinn verður að stöðva og það er ekki gert nema með því að afnema kvótakerfið og lögleiða Sóknarmark með allan fisk á markað. Með þessu þarf ekki einu sinni að kalla skipin inn bara halda áfram. Fyrsta Júní gæti verið komið í gagnið nýt fiskveiðistjórnunar kerfi sem mun skila okkur þjóðinni umtalsvert meiri tekjum en núna á sér stað. Og það sem mest er um vert er að arðurinn mun nú aftur renna út um æðar þjóðfélagsins og skapa hagvöxt fólksins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband