30.4.2011 | 00:53
Svo lengi má brýna deigt járn að bíti. LÍÚ GEKK FRAM AF ÞJÓÐINNI OG BRAUT ALLT VELSÆMI
LÍÚ valtaði yfir launþega...LÍÚ valtaði yfir ríkisstjórnina .. LÍÚ ætlaði að valta yfir þjóðina en...
Nú hefur þjóðin fengið upp í kok af frekjunni og græðginni sem LÍÚ forystan hefur sýnt. Að ætla að valta svona yfir okkur og reyna að komast upp með að halda áfram ótakmörkuðum fjárdrætti þótt að vitað sé að allar þessar "kvótskuldir" eru að falla á almenning í landinu.
ASí veit að hér verða engar kjarabætur til handa launþegum með þetta kvótkerfi við líði. Afnema þarf kerfið til að peningar fari aftur að renna um hendur vinnandi fólks og út í ystu kima þjóðfélagsins. Auðlindin á að vera í höndum fólksins og í kringum hana eiga að vera leikreglur sem gera öllum jafn hátt undir höfði. Þau öfl sem ekki skilja þetta verða að víkja svo þjóðin nái vilja sínum.
Nú er komið að þjóðinni að taka ákvörðun um endalok kvótakerfisins. Ekkert annað að gera en að setja núna máttlausri Ríkisstjorn og spilltu Alþingi fyrir verkum og gera þessu fólki grein fyrir að þjóðin meinar það sem hún segir varðandi NÝTT ÍSLAND.
Ekki veit ég hversu mótstaðan verður rík en það sem verður að vera á tæru er að farið verði að vilja þjóðarinnar sem barist hefur í 27 ár við að reyna að koma þessu sauð spillta kerfi af.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.