29.4.2011 | 19:22
ENGA "SKRÍPA SAMNINGALEIÐ" ÞJÓÐIN HAFNAR OFBELDI OG TEKUR NÚ VÖDLIN Í SÍNAR HENDUR
Búið er að ganga fram af þjóðinni. Vitað er að ef kvótakerfinu verður framhaldið eins og stendur nú til verður enginn hagvöxtur fyrir fólkið í landinu. Alþingi virðist ekki hafa skilið kröfu þjóðarinnar um Nýtt og betra Ísland.
Þjóðin hafnar óheiðarleika og græðgi, þjóðin hafnar spillingu og fjárdrætti. Þjóðin hefur margsinnis hafnað kvótkerfinu og á rétt á að greiða atkvæði um að afnema kvótann.
Alþingi og ríkisstjórn má ekki standa í vegi þess að þjóðin nái rétti sínum gegn ofurvaldi LÍÚ klíkunnar.
Þjóðin stendur að baki ASI og öllu launafólki sem verið hefur í eldlínunni og við munum knýja fram réttlæti og betri hag fyrir þjóðina með því að losna við það fólk sem heldur að það geti valtað yfir okkur með græðgi og ósvífni. VIÐ VILJU EKKI SJÁ ÞAÐ ÞJÓÐFÉLAG SEM LÍÚ ÆTLAR AÐ BJÓÐA OKKUR.
Athugasemdir
Hlustum á Guðmund Gunnarsson, hendum LÍÚ, út, Íslendingar verða að fá
mannréttindin aftur, að róa til fiskjar og mega fénýta aflann!
Óvíða getur fólk haft betri tekjur en á litlum handfærabát,
bláfátækur Íslenskur Almenningur gæti auðveldlega bjargað sér,
á árabát, (til að byrja með) með handfæri og frelsi!
Aðalsteinn Agnarsson, 29.4.2011 kl. 21:25
Oft hefur verið þörf fyrir þjóð að fara á eftir rétti sínum og ekki síst Íslendingar Aðalsteinn en nú keyrir um þverbak.
ASI og Guðmundur sem er engin kveif hafa lagt línuna. Búið er að hafa þá og okkur öll af fíflum og nú eru VG búnir að ná hreðjartaki á Jóhönnu ??? Og ganga erinda Þorsteins Má í að kæfa alla viðleitni til að ná að höggva á eignarhaldið eða afnema kvótann. Þetta verður að stoppa. Ég vona að þjóðin skilji þær aðstæður sem liggja fyrir núna og við berum gæfu til að afstýra þessari galdra-potta vitleysu og skrípa samningaleið sem er aðeins áfarmhaldandi kvótakerfi og einokun á miðunu.
Já mikið vildi ég róa á handfæra bát. Hvað skyldi Ufsinn segja þá?
Ólafur Örn Jónsson, 29.4.2011 kl. 22:07
ASÍ níðist á sjómönnum.Það minnist ekki einu orði á þær kjaraskerðingar sem sjómenn hafa þurft að þola umfram aðra þegna þjóðfélagsins.Starfsmenn annarra fyrirtækja en útgerða skrifa skattfría dagpeninga á starfsmenn sína ef farið er til starfa í ákveðinni fjarlægð frá heimili.Sjómenn sem starfa fjarri heimili, kanski svoa vikum skiptir fá ekki dagpeninga og nú er verið að svipta þá skatt fríðindum vegna fjarvista frá heimiliSjómenn greiða einir þegna þjóðfélagsins rekstrarkostnað fyrirtækja sem þeir starfa hjá.Sjómannasambandið á að segja sig tafarlaust úr þeim höfuðborgarsamtökum sem ASÍ er.Þessi samtök eru í að níða niður þau fyirtæki sem sjómenn starfa hjá og vilja þau lóðbeint á hausinn.ASÍ gerir ekkert til að hjálpa sjómönnum í þeirra kjarabaráttu og eru ekkert annað en pólitísk samtök hrunliðsins í 101 RVÍK.
Sigurgeir Jónsson, 29.4.2011 kl. 22:13
Forseti ASÍ bauð sig fram í prófkjöri hjá Samfylkingunni, ætlaði á þing en hafði ekki árangur sem erfiði.En hann hefur engu gleymt hvað varðar hans pólitíska tilgang og hatur hans á sjávarútvrginum hefur ekki minkað.Hann hefur ítrekað komið í veg fyrir það að fiskvinslufólk utan af landi kæmist til áhrifa innan ASÍ.Sjómannasamtökunum er það til vansa að lúta þessum manni.
Sigurgeir Jónsson, 29.4.2011 kl. 22:18
ASÍ hefur ekki minntst einu orði á að gara þurfi kjarasamning sjómanna.Rafvirkjviðndrið sem er að tala fyrir menn sem flúið hafa til Noregs eða eitthvað, eða eru á atvinnuleysisbótum, eða þá á ofurlaunum sem þeir kynnast sem þurfa að nota þjónustu þeirra fáu rafvirkja sem eru vinnandi,þykist vera að tala fyrir hönd verkalýðsins.Hann er fyrst og fremst með pólitíska athyglissýki, rétt eins og flokksbróðir hans Albaníufarinn Þorvaldur Gylfason prófessor með milljón á mánuði og tuttugu og fimm þúsund í skattfría dagpeninga á dag þegar hann bregður sér út fyrir landssteinana.Þetta er "verkalýðsforystan" í dag.
Sigurgeir Jónsson, 29.4.2011 kl. 22:29
Rafvirkjaviðundrið er öfgaumhverfissinni sem berst gegn nýtingu orkuauðlinda en reynir að fela það þótt hann oti því fram við félaga sína í Samfylkingunni og burðist við að fela það fyrir umgjóðendum sínum sem treysta honum og sjá ekki úlfinn í sauðagærunni.En hann er ekki peningalaus og getur því hætt, en verður örugglega með puttana þar sem hann heldur að þeir nái að koma tilgangi hans fram.
Sigurgeir Jónsson, 29.4.2011 kl. 22:36
Ég þekki nú ekki lengur mikið til hjá sjómannasamtökunum því miður en varð vitni að því þegar Árni Bjaranson birtis sem formaður FFSI og í kjölfarið á að nokkrir okkar skiptsjóranna voru reknir breyttist stefna FFSI allt í einu með kvótkerfinu.
Þetta var óhjákvæmilegt þar sem búið var að hringja í alla sem leyfðu sér að láta í ljós skoðanir sínará fiskveiðistjórninni og þeim lesinn pistillinn. Allir vita hver þar var að verki.
Ég hef komið um borð í skip og hlustað á umræðuna um borða og skoðana skipti um kvótann og mér verður flökurt og ekki batnaði það þegar skipstjórinn birtist og kalla greyin fóru að drilla t....unni upp í borunni á honum og hæla kvótanum í hástert ... þá kvaddi ég
Nei það er ömurlegt að nú til dæmis þegar verð á afurðum er í hæstum hæðum skuli áhöfnin ennþá vera að borga Olíu gjald. Kannski halda menn að það lækki ef Nýja kvótakerfið nær fram að ganga en nei sorry nei nú á að taka sérstakt hirðfífla gjald af áhöfninni til að halda gangandi hirðfílum út um hvippinn og hvappinnsem spóka sig með kvóta pening.
Ég man ekki að ASÍ hafi þurft að semja fyrir sjómenn. Ég held að þeim verði seinnt kennt um þegar sjómenn sitja uppi með rakka sem formann sem eltir Máa með lafandi tunguna.
Ólafur Örn Jónsson, 29.4.2011 kl. 22:55
Sjómannasambandið er í ASÍ.Farmanna og fiskimannasambandið er það ekki og ekki heldur Félag Vélstjóra og Málmtæknimanna.
Sigurgeir Jónsson, 30.4.2011 kl. 05:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.