29.4.2011 | 18:53
HAGSMUNIR OKKAR Í AÐ AFNEMA KVÓTAKERFIÐ ERU MARGFALDIR Á VIÐ ÞÁ HAGSMUNI SEM FÖLDUST Í ICESAVE MIKLU MEIRA Í HÚFI
þjóðin verður að skilja hvað hangir á spítunni ef við missum kvótann til útgerðarinnar á þessum tíma punkti. Það er það næsta sem við höfum komist að missa Lýðræðið. LÍÚ sem tekur þá öll völd í þessu þjóðfélagi munu víkka hring sinn út fyrir sjávarútveginn. Nú er engum innan sjávarútvegs liðið að tala gegn kvótakerfinu á einn eða annan veg. Í fjölmiðlum eða í áheyrn manna.Það þarf enginn sem séð hefur hegðun LÍÚ núna að velkjast í vafa um hvernig þjóðfélag verður í höndum þessara manna.
Þessi mannréttinda brot gegn fólki sem starfa og störfuðu í greininni hafa verið viðhafin síðan 1995 þegar byrjað var að nota veðin og Rúllettan sem olli hruninu varð til. Þegar "kvóta" hugtakið var notað sem gull í veð-söfnum bankanna. Gull er stöðug eign og getur margfaldast í bankastarfsemi (9 faldast?) af því það heldur verði sínu betur en flest önnur verðmæti. En "kvóti" er ekki skíra Gull og verður aldrei skíra gull samt er búið að nota "kvóta" sem gull og búið að margfalda í úttektum úr bönkunum í formi veð-lána.
Nú tala menn um 6 til 7 milljarða hvíli á útgerðinni. Mest af þessum peningum er búið er að borga fjölda manna fyrir kvóta sem alls ekki má veðsetja. Talið er að 130 milljarða "kvóta eign" standi á bak við þessar skuldir útgerðarinnar. Nú á að afskrifa þessar skuldir þar sem útgerðin getur aldrei borgað svona upphæðir svo þjóðin á að borga þessar skuldir óreiðumanna. Hugsanlega má þá taka veðin til baka og setja þá í leigupotta Vinstri Grænna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.