ÁFRAMHALD KVÓTAKERFISINS BOÐAÐ AF RÍKISSTJÓRNINNI .. ALLT ÓBREYTT Í 15 ÁR ÞÝÐIR GJÖF Á KVÓTANUM TIL 23 EINSTAKLINGA

Vilji þjóðarinnar hundsaður. Þetta kvótakerfis-rugl sem komið er uppá borðið er nákvæmlega það sem LÍÚ er að vonast til að náist i gegn. Áframhald kvótakerfisins. Með þessu er innsta klíka LÍÚ búin að ná 18 ára ætlunarverki sínum. Ná eingaréttinum yfir auðlindinni!

Við meirihluti þjóðarinnar höfum barist í 27 ár fyrir afnámi þessa kerfis en nú þegar hér kemst Ríkisstjórn til valda á loforði um gagngera enduskoðun þá kemur uppúr pottunum 20 ára áfram hald kvótans með sömu eigendur að kvótanum og möguleika fyrir næstu kvótastjórn að ganga frá löglegri eftirgjöf á eingnarréttinum.  

Með því að gefa 15 til 20 ára aðlögun er verið að svívirða okkur sem barist höfum gegn þessu og leiða óréttlæti og mannréttinda brot yfir komandi kynslóðir. 

Ef miðað er við reynsluna sem fengist hefur af stjórnunar þætti veiðanna er einnig verið að svipta þjóðina milljarða tekjum af auðlindinni bæði í óveiddum afla og brottkasti. 

Hrunið sem orsakaðist af Kvótakerfinu  hefur fært laun í landinu niður svo þau jafnast orðið á við fyrrverandi kommúnista lönd sem eru að rétta úr kútnum. Í stað þess að hér væri hægt að bæta kjör hratt ef okkur bæri gæfa til að taka upp Sóknarmark á nú að gefa eftir og láta 23 fjölskyldur halda auðævum hafsins fyrir sig þannig að ekki verður um neina uppbyggingu á afkomu þjóðar og né fjölskyldna í þessu landi.

Talað hefur verið um að ekkert réttlæti sé í öðru en að þjóðin fái að segja álit sitt og kjósa um þetta potta drasl eða fullskapað sóknarmark sem leitt hefði þjóðina til ríkisdæmis við hlið Noregs ef ekki hefði verið aflagt. 

Skyldi þessari þjóð vera fyrirmunað að kjósa sér í þing heiðarlegt fólk? Við kusum heiðarlegt fólk í stjórnlaga ráð af hverju getum við ekki gert það sama í þingið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þarf þjóðin að rísa upp gegn þessum glæp gegn þjóðinni.

Skipuleggja þarf kröftug mótmæli gegn þessu og koma í veg fyrir að þetta rugl nái fram að ganga.

Sameinaðir stöndum við allir sem einn.

Trausti (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 11:21

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Satt segir þú Trausti það er alveg rosalegt að þjóðin skuli vera lítilækkuð á þennan hátt. Hér er mikill meiri hluti gegn kvótakerfinu en þjóðin fær ekki ráðið ráðum sínum.

Það er vitað mál að þeir ætla að gera tvenn útvegsmenn. Annars vegar "eignast kvótann" og hins vegar "láta niður falla skuldirnar" sem notaðar hafa verið til að taka milljarða út úr greininni. 

Til að gera langa sögu stutta það er í raun verið að stela auðlindinni og skilja þjóðina eftir með þvílíkar byrðar að ekki er fyrirsjánlegur hagvöxtur fólksins í landinu fyrr en hér verður bylting. Sennilega blóðug ef heldur sem horfir því þetta eru sannanlega glæpamenn sem eru að taka hér völdin ég veit það. 

Ólafur Örn Jónsson, 29.4.2011 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband