ÚTGERÐIN AÐ DRABBAST NIÐUR Í KVÓTAKERFINU ! HRYGGILEG STAÐREYND AÐ SVONA SKULI KOMIÐ EFTIR GOTT GENGI Í SÓKNARMARKINU

Vilhjálmur Egilsson kom fram í Kastljósi og var með buxurnar á hælunum. Þeir sem vilja sjá hvernig 23 einstaklingar sem halda 85% af kvótanum ætla sér að stjóna landinu í framtíðinni skulu skoða þetta kastljós þann 27unda.

Nú er búið að vera kvótakerfi að hætti þessara manna í 18 ár þar sem þeir hafa valsað með kolólöglegar  veðsetningar og spilað á bankakerfið og salsað undir sig bæði kvóta og fyrirtæki í öðrum greinum. Nú situr þjóðin uppi með útgerðina sem er svo stór skuldug að ekki verður nokkur leið að borga þessar skuldir nokkurn tíma.

Nú upplýsir Vilhjálmur að útgerðin sé að drabbast niður!?! Hvernig stendur á því að útgerðin er að drabbast niður? Það er ekki búið að breyta neinu í kvótakerfinu? Af hverju er útgerðin þá að drabbast niður þegar þetta kerfi sem þeir vilja ekki breyta hefur verði hér í 18 ár?

Nei "atvinnuleiðin" sem á að ganga út á að kvótakerfið verði óbreytt og stórfelldar niðurfellingar á skuldum mun gera það að verkum að útgerðin mun ná að lögsækja "eignarréttinn" á kvótanum og verður "atvinnuleiðin" þar með "leiguliða" leið þar sem allir þeir sem um ókomna framtíð munu þurfa að leigja réttinn til að veiða fisk af núverandi kvótahöfum þessum 23 sem nú halda atvinnulífinu í gíslingu. 

Svo menn átti sig á því sem verið er að gera í  sjávarútvegi skulu ímynda sér að þeir sem rækju verslun í dag ættu verslunar réttinn og enginn fengi leyfi til verslunarreksturs nema að kaupa þennan rétt (kvóta) af núverandi verslunarhöfum. Verslunina og markaðshlut. Sama ætti við um lögfræðinga og tannlækna. Afkomendur þeirra lögfræðinga sem nú starfa ættu þeirra part af lögfræðin þörfinni í landinu og ný útskrifaðir lögfræðingar yrðu að kaupa (kvótann) af þeim og sama ný útskrifaða tannlækna yrðu að kaupa réttinn til að stafa af afkomendum tannlækna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njáll Harðarson

Vel mælt!

kvótakerfið hefur lagt landsbyggðina í rúst, gert eignir í sjávarþorpum verðlausar og skapað átthagafjötra.

Kvótinn heim og látum þá kvótaþrjóta sem skulda, standa fyrir sínu og fara á hausinn ella.

Njáll Harðarson, 29.4.2011 kl. 08:56

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Njáll það var ömurlegt að sjá hvernig þjóðin horfði þegjandi á þegar Vestfirðir og fleiri byggðarlög misstu viðurværið. Vinnufúsar hendur þessara staða sköpuðu gífurleg verðmæti fyrir þjóðfélagið án þess að safna skuldum.

Jú fólk á þessum stöðum hafði góð laun fyrir vel unnin störf sín og var ekki frá þvíð að við sæjum öfund hjá þeim sem fóru menntaveginn á þessum árum eins og sást í skrifum Magnúsar Bjarnfreðssonar.

Nú lítur út fyrir að við fáum ekki að kjósa um Kvóta eða sóknarmark en við skulum þá vona að þessum herrum beri gæfa til að innkalla kvótaveð óreiðumanna og skella þeim i pottana. Mér skilst að kvótinn sé 130 milljarða virði en veðsettur fyrir yfir 500 milljarða svo pottarnir verða að vera ansi stórir. 

Ólafur Örn Jónsson, 29.4.2011 kl. 10:18

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ólafur, nú er bjart frammundan hjá viðhaldsgeiranum á íslandi.  Útgerðir flykkjast í endurbætur og endurnýjun á flotanum. Stöðuleikinn tryggður í 15 til 20 ár.  Ég hef mestar áhyggjur um að það verði ekki mannskapur í allt þetta viðhald.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.4.2011 kl. 11:46

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Satt segir þú Hallgrímur það er komið að plötuskipum og vélaskiptum á fornaldar flotanum gott að þeir geri þetta ekki í Póllandi. eins hafa þeir mikið af fólki í Litháen og Lettlandi. En mundu eitt fyrst borga þeir skuldir sínar ekki vilja þeir óreiðumenn vera Davíð leyfir það ekki.....!!!!

Gott fyrir unga fólkið sem þarf að skíða eins og leppar fyrir HIRÐINNI til að fá að brauðfæða sig. Ég hef greinilega meiri innsýn á framtíðina en þú. Én þú verður náttúrulega ekki hér SO WHO CARES 

SKÖMM ÞESSARAR ÞJÓÐAR ER ALGER VÍSVITANDI AÐ AFHENDA AUÐLINDINA GLÆPAMÖNNUM  TIL EIGNAR . ÉG GET SAGT ÞETTA HALLGRÍMUR AF ÞVÍ ÉG VEIT ÞAÐ OG GET SANNAÐ ÞAÐ. 

Ólafur Örn Jónsson, 29.4.2011 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband