ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLAN ÁKVEÐIN .. EKKI TIL SETUNNAR BOÐIÐ GANGA VEÐUR MILLI BOLS OG HÖFUÐS Á LÍÚ KÍKUNNI

Nú þarf ekki að efast um ætlun LÍÚ það á að láta sverfa til stáls við ÞJÓÐINA. Mörgum sinnum hefur komið fram að vilji þjóðarinnar er að afnema kvótakerfið og spillinguna sem felst í að dregið er fé út úr útgerðinni á kostnað þjóðarinnar sem fær í hausinn afskriftir og engan raun hag af auðlindinni.

Síðan 1983 hefur allt það versta sem ég hef spáð þessu kerfi ræst á þeim mönnum sem berjast fyrir þessu. Núna segi ég ykkur þessir aðilar ætla að láta lögleiða áframhaldandi kvótakerfi í einhverri mynd af því þeir eru með lögfræðinga í röðum í biðstöðu til að ná "veiðréttinum" og þar með "eiganrréttinum" í sínar hendur. Þetta plan er búið að vera í gangi síðan 1993.

Best væri að þjóðin bæði launamenn og allir sem vettlingi geta valdið mæti við aðalstöðvar LÍÚ  og segi þeim skoðun okkar á framferði þeirra. Aldrei í hinum vestræna heimi hafa nokkur hagsmuna samtök atvinnurekenda sýnt launþegum, Ríkisstjórn og Þjóðinni annan eins yfirgang og frekju. 

Ríkisstjórnin á þegar í stað að láta kalla flotann inn og fá yfirlýsingu frá hverri útgerð fyrir sig um afstöu til þessara aðgerða. Þeir sem styðja þetta ofbeldi verði tafarlaust sviptir veiðileyfinu hinir geta haldið áfram veiðum þar til eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna þar sem kvótakerfið verður afnumið og hér aftur komið á stjórn fiskveiða eftir 27 ára einokun og óstjórn þessara afla sem nú sýna þjóðinni lítilsvirðingu með þessum hætti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú hafnaðir ekki þeim kvóta sem þú fékkst á sínum tíma, 5000 tonnum,Ólafur.

Sigurgeir Jónsson, 28.4.2011 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband