27.4.2011 | 13:04
GÖNGUM VEG HEIMSKUNNAR ... PENINGAR SEM EKKERT ER Á BAKVIÐ ERU EKKI PENINGAR HELDUR ÁVÍSUN Á NÝTT HRUN
Hvað orsakaði efnahags hrunið? Peningar sem flæddu um viðskiptaheiminn voru byggðir á hugtökum og draumum en ekki varanlegri framkvæmd eða Gulli. Núna halda LÍÚ menn Íslensku þjóðinni í gíslingu til að krefjast þess að þeir fái sjálfir að taka sér auðlindina til eignar. Auðlindina sem þeir eru búnir að veðsetja í nafni "kvóta" 5 sinnum. (Kvóti er hugtak sem vísar til þjóðareingar á óveiddum fisk).
Þegar "ráðuneytisstjóri LÍÚ" gefur færi á sér spyrjum hann hvernig skuld útgerðarinnar 7 faldaðist í 18 ára góðæri?
Hvar eru "kvóta peningarnir" sem teknir voru að láni ú úr bönkunum?
Spyrjum Vilhjálm hvernig standi til að borga yfir 500 milljarða skuld útgerðarinnar? Á kannski að afskrifa skuldina og þar með láta þjóðina borga skuldir óreiðu.. nei útgerðamann?
Spyrjum hvaða "nauðsynlegu" fjárfestingar liggi fyrir í útgerð og hvaða peningar séu til fyrir þessum fjárfesingum?
Þarf ekki eða á ekki að borga 500 milljarða skuld útgerðarinnar áður en kaupa eigi meiri kvóta sem hafa undanfarinn 18 ár verið nánast einu "fjárfestingar í sjávarútvegi"?
Nú liggja fyrir niðurstöður úr stofnmælingum sem ekki er hægt að véfengja og búið að gefa út yfrilýsingu um að megi reikna með umtalsverðum auknum úthlutuðum afla á næsta fiskveiði ári. En samt getur LÍÚ og handbendi þeirra SA ekki samið til eins árs þótt þarna sé um miklu meiri verðmæti en Ríkisstjórnin gæti nokkurn tíman lofað LÍÚ sama hvað hún lofað. Nei nú er búið að finna upp atvinnuleiðina sem gengur út á að útgerðin eignist allan óveiddan fisk um alla framtíð.
"Atvinnuleiðin" er annað orð yfir "leiguliða leið" sem gaf vel af sér á miðöldum.
Kæra íslenska þjóð við erum eins og Guðmundur Gunnarsson sagði réttilega GINNINGARFÍFL LÍÚ. Siðblina og græðgi þeirra útgerðamanna sem fyrir þessari aðför að Lýðræðinu standa mun draga okkur í annað hrun ef kvótakerfið er ekki afnumið. Þarf ekki að fá MOODY´S til að segja okkur það.
Athugasemdir
Þetta er tómt rugl hjá þér Ólafur og ég hef þá trú að þetta rjátlist af þér.Það er forsætisráðherrann sem heldur öllu atvinnulífi í gíslingu með stanslausum hótunum sem ekki er hægt að taka öðruvísi en að hún ætli að leggja sjávarútveginn í rúst og þar með uppistöðu atvinnulífs í landinu og sér í lagi á landsbyggðinni.Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan hún gaf í skyn að hún lyti þannig á að hún hefði ekki sest í stól forsætisráðherra til annars en að ganga frá útgerðinni í landinu.Hún er landinu beinlínis hættuleg og ekki eru þeir betri sem trúa á þennan málflutning hennar, þar með talinn þú.
Sigurgeir Jónsson, 27.4.2011 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.