27.4.2011 | 09:17
NÝTT OG BETRA ÍSLAND?? NEI! HÉR VERÐUR ENGINN BREYTING ENGAR AÐGERÐIR EKKERT RÉTTLÆTI
Hrun bankanna læddis að okkur. Aðvaranir voru hundsaðar og allt fór sem fór bankarnir hrundu og gjaldþrot fyrirtækja fleiri manna og fjölskyldna. Var íslenska gjaldþrotið aðeins partur af fjármálakreppunni? Nei hér var innbyggt mein. Hér voru peningar sem ekki voru til og þegar átti að fara að rétta úr kútnum voru auðævi þjóðarinnar einokuð af þröngum hagsmunahóp.
Allir töpuðu nema þeir sem báru ábyrgð á hruninu. Þeir sem höfðu veðsett aflaheimildir margfaldlega og búið til GERVIPENINGA sem flotið höfðu um allt þjóðfélagið og skekkt verðmat á fyrirtækjum. Svo mikið lá á að koma þessum nýju kvótapeningum í verð að verðbréfamarkaður var stofnaður óþroskaður og löglaus.
En þeir sem höfðu aðeins notað ódýra gervipeninga töpuðu engu og haldið var áfram að búa til ódýra peninga fyrst voru veðin aðeins í Kvóta og skipum en nú eru veðin komin út um allt í formi eignarhluta í fyrirtækjum sem voru alltof dýr og eru ekki að skila væntingum.
Við vildum NÝTT og BETRA ÍSLAND en það sem er að verða úr þessu brambolti er meiri spilling en nokkru sinni. Þegar bankarnir sem sitja uppi með mörg gjaldþrota fyrirtæki sem þarf að koma aftur í ábyrgð eigenda þá lenda þessi fyrirtæki í höndum þeirra sem geta sýnt peninga -alltof oft gervi kvóta peninga.
Hér er að verða til versta gerð spillingar sem um getur í nokkru Lýðræðis ríki. Með því að hafa "eignarhlutinn" á auðlindinni og geta spilað á bankakerfið og prentað peninga út á kvótana mun sá hópur sem tengist saman í kringum útgerðina stjórna öllu í þessu landi. Fátækt mun stórvaxa og stéttarskipting mun aukast. Fylgifiskur þessara breytinga glæpir mun verða sem aldrei fyrr. Nýtt Ísland í dag er í fæðingu.
Það er blindur maður sem sér ekki hvað er að ske í Karphúsinu með Ráðuneytisstjórann úr Sjávarútvegsráðuneitinu í forgrunni takandi skipanir í gegn um farsímann fra KVÓTAPÚKANU.Hvernig komast þessir menn upp með þetta? Ráðlaus Ríkisstjórn, ráðlaus þjóð! Liggur ekki fyrir aukinn afli á næsta ári? Rök LÍÚ manna eru engin. Nú eiga þeir Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og sterk ítök í Vinstri Grænum. Við erum að missa tækifærið að koma hér á réttlæti og gefa uppá nýtt. Það verður ekkert gefið bara tekið af KVÓTAPÚKANUM sem komst upp með að byrja að prenta peninga og völd út á kvótann og ætlar svo sannarlega að hirða allt sem hann getur í völdum og veraldlegum gæðum þessa lands.
HÉR VERÐUR BARA SPILLT KVÓTAKERFI OG LEIGULIÐA FYRIRKOMULAG ÞAR SEM ÞRÆLAR VINNA FYRIR HIRÐINA SEM VIÐ ERUM AÐ LEIÐA HÉR TIL VALDA MEÐ AÐGERÐALEYS. RÍKISSTJORNIN GETUR MEÐ EINU PENNASTRIKI BREYTT UM FISKVEÐISTJÓRNTÆKI EN ÞORIR EKKI. EN ÞAÐ ER ÞAÐ EINA SEM HÆGT ER AÐ GERA TIL AÐ BJARGA ÞJÓÐINNI.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.