Enginn vafi er nú á að aðilar LÍÚ og LS ætla sér að labba með eignarréttinn. Við lestur skýrslu starfshóps um endurskoðun fiskveiðistefnunar og í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað í kringum LÍÚ og samninga ferlið á almennum vinnumarkaði er ljóst að það á að gera upptækan rétt þjóðarinnar til veiða á fiski.
Þessir aðilar eru nú að lína upp aðför að eignarrétti þjóðarinnar á auðlindinni og ætla með því að höfða til atvinnuréttinda að gera tilkall til alls afla og réttinda til að stunda veiðar í Íslensku lögsögunni.
Ef horft er til þess að nokkrir aðilar með sterk tengsl inní pólitíkina og bankana eru hér að baki er þetta engu líkara en að um skipulagðan glæp sé að ræða. Ég held að best væri að strax hefjist rannsókn Ríkissaksóknara til að sjá hverjir tengist þessu því aldrei hefur verið gerð önnur eins aðför að Lýðræðinu en með þessu brambrölti útgerðamanna.
Þetta ferli hófst 1993 þegar "Tvíhöðanefndin" var stofnuð til að festa allan fisk og fiskveiðar inní kvótastjórninni og í kjölfarið á því var keyrt á alla hugsanlega fyrirstöðu gegn áframhaldi kvótakerfisins.Menn sem skrifuðu eða létu í ljós efasemdir eða krítiseruðu kerfið voru látnir fjúka eða þaggað niður í þeim. Efasemdarmenn í pólitíkinni voru fjarlægðir og sáust ekki meir.
Í upphafi var þetta sennilega þröngur hópur í kringum formanninn en síðar þegar farið var eftir að allur kvóti skyldi veðsettur komu fleiri útgerðaaðilar að þessu. Inní þetta tengjast stjórnmálamenn, bankastjórar, hagfræðingar og lögfræðinar ásamt útgerðamönnum að sjálfsögðu. Við lestur skýrslunnar og viðsnúningi Sjálfstæðisflokksins er greinlegt að nú skal látið sverfa til stáls. Eignin skal útgerðarinnar.
Til að stoppa þjófnaðinn þart þegar í stað að AFNEMA KVÓTAKERFIÐ OG SETJA HÉR SÓKNARMARK með því klippum við á þetta ferli og sláum sverðin úr höndum LÍÚ og LS.
Athugasemdir
Flottur ertu Ólafur, engin mótmælir þér, þögn er sama og samþykki!
Aðalsteinn Agnarsson, 26.4.2011 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.