Landsamband Íslenskra Útvegsmann hefur nú bæst liðsauki frá Landsambandi Smábátaeigenda í kröfunni um "EIGNARRÉTTINN" yfir auðlindinni.
Það er af sem áður var að Landsamband Smábátaeigenda barðist gegn Ríkisstjórn Davíðs til að fá frjálsar Handfæraveiðar. Nú eru þeir komnir á kvóta jötuna og hlægja saman með LÍÚ klíkunni og ætla að láta tímann hjálpa sér í að fá atvinnuréttinn til eignar svo þeir geti tekið þátt á "leiguliða" væðingunni.
Leiguliða væðing er ný stefna Sjálfstæðisflokksins. KVÓTAPÚKINN á Akureyri á tvo flokka á Alþingi Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri Græna. Hann beitir þessu afli sínu til að knýja á að hér verði áframhaldandi KVÓTAKERFI í einhverri mynd svo "atvinnu rétturinn" og þar með "eignarrétturinn" verði talinn til eignar þeim mönnum sem í útgerð standa í dag.
Er kannski kominn nýr smábáta KVÓTAPÚKI í Vestmannaeyjum? Á hann líka flokk á Alþingi?
Þessi svikamilla má alls ekki ganga upp. Þjóðin á leikinn og verður að fá að AFNEMA KVÓTAKERFIÐ OG SETJA HÉR SÓKNARMARK.
Athugasemdir
Þú segist nú vilja sóknarmark, Ólafur.Öðruvísi áður var þegar þú varst í baráttu fyrir að settur yrði kvóti á skip og þú barðist fyrir því að fá 5000 tonna skipstjórkvóta sem var sérútbúinn fyrir þig og vin þinn á Akureyri, Samherjamanninn Þorstein Vilhelmsson, og öðru skipstjórum stóð ekki til boða.Þá varst þú sjálfstæðismaður og varst í klíkunni.Og ekki var öðrum á því skipi sem þú fékkst kvótann út á boðið að fá eitthvað.Þá fannst þér gott að vera í klíkunni.Þú hrósar skrapdagakerfinu sem klíkubróðir þinn Matti Bjarna kom á.Það kvótkerfi sem sett var á að hluta 1984,skip gátu áfram valið sóknarmark til 1990.var fyrst og fremst sett á vegna þess að bæði útgerðir og skipstjórar töldu að ekki væri hægt að vinna eftir skrapdagakerfinu.Farmanna og fiskimannasambandið studdi það að hætt var að nota skrapdagakerfið.Þú hélst þig reyndar í ufsanum en ekki bar á því þá að þú vildir ekki fá kvótann.Trúlega hefur aldrei verið hent meira af þorski en í skrapdagakerfinu enda gefur það augaleið þegarekki má koma með þorks að landi.Þú leggur það til núna þegar þú ert búinn að klúðara kvótanum þínum að sett verði á sókanmark og skip megi koma með að landi kannski 5-10% af þorski í veiði ferð.Gefur það ekki augaleið að þá fer eitthvað af þorski í sjóinn.Það sóknarmark sem er í dagakerfinu í Færeyjum er þannig eins og þú veist að koma má með allan fisk að landi.Þeir eru með kvótakerfi á dögum og heildarafla.Þannig að þeir eru með kvótakerfi eins og reyndar allar þjóðir heims þótt í mismunandi útgáfum sé.Ef kvótakerfi í líkingu við það sem er í Færeyjum yrði tekið upp hér þá myndi það sama gerast hér og þar, menn myndu bara likkja í þorski, dögum yrði fækkað þar til þeir yrðu komnir niður í núll,þótt nóg yrði til í öðrum tegundum.Þú furðar þig á því að Landsamband Smábataeigenda skuli hafna því að veiðirétturinn skuli fara til Ríkisvaldsins í R.vík.Það er fyrst og fremst vegna þess að þetta sama ríkisvald hefur aldrei haft þennan veiðirétt og kóngurinn ekki á undan því.Og ekki síður vegna þess að 1995 samþykkti Alþingi lög um að smábátaeigendur skyldu kaupa sér veiðirétt hver af öðrum.Það var í andstöðu við smábátaeigendur og mættu 300 þeirra niður á Austurvöll til mótmæla.Megnið af veiðirétti í smábátakerfinu hefur verið keyptur og því höfnum við því að einhver afætulýður á Höfuðborgarsvæði geti í skjóli þess að hafa rottað sig þar saman farið og látið Ríkið hirða af Landsbyggðinni auðlindina.En það er einhver ufsi en eftir á Reykjaneshryggnum svo ég legg til að þú farir að bera þig eftir honum.Þú hlýtur að geta fengið þér eitthvert horn sjálfur ef enginn vill nota þig.Hafðu það sem best.
Sigurgeir Jónsson, 25.4.2011 kl. 10:46
Og ég fer fram á að þú farir ekki að ljúga einhverju upp á nafna minn í Vestmannaeyjum nógu lýgurðu samt þótt það bætist ekki við.Þú getur fengið allar upplýsingar um mig hjá formanni Frjálslyndaflokksins eða ritara.
Sigurgeir Jónsson, 25.4.2011 kl. 10:57
GLEÐILEGA HÁTIÐ SIGURGEIR GOTT AÐ ÞU ERT VAKNAÐUR ÚR ROTINU.
Mikið er ég feginn að sjá þig svona hressan og jafnvel að reyna að vera málefnalegann....gengur hálf illa en kannski þetta komi hjá þér með tímanum..............
Ég fer bara á bloggið þitt þá veit ég allt sem ég þarf að vita um þig
Þú mátt ekki ljúa stendur í ritningunni Sigurgeir
Ég hef barist gegn kvótanum í ræðu og riti frá því tveim mánuðum áður en hann var settur á eða frá því ég fyrst tók eftir hvað var í bígerð.
Enginn gaf mér neitt í veiðireynslu ég valdi árin og fékk úthlutað eins og aðrir og var okkar kvóti stærsti kvóti á landinu þrátt fyrir 4 siglingar á ári. Ég held að áhöfn mín á Viðey hafi ekki þurft að kvarta yfir sínum kjörum enda var ekki mikið um mannaskipti. Við nutum allir þess að leggja okkur fram við það sem vorum að gera eins og viðskiptavinr okkar á mörkuðunum sem tóku okkur einstaklega vel.
Þorsteinn Vilhelmsson vann sér líka inn stórann kvóta og tók hann með sér á Akureyrina við og áhafnir okkar unnum okkur inn þessa reynslu og áttum ekki að líða fyrir skyndi breytingu sem gerða var á kerfinu. Ég lagði mitt að mörkum í að fá það í gegn Sigurgeir og fyrirverð mig ekki fyrir það þvert á móti.
Kvótinn var settur á "til reynslu" fyrir fjögur sambandsfrystihús á norðurlandi sem sættu sig ekki við að sitja við sama borð og aðrir í Sóknarmarkinu. Þeir vildu ekki missa skipin í Skrapdaga og skiptast á fiski við sunnlendinga á mörkuunum eins og Vestfirðingar voru til dæmis byrjaðir að gera. Engin önnur ástæða lá að baki setningu Kvótkerfisins Sigurgeir að halda öðru fram er hrein lygi og ekkert annað.
FFSI studdi ekki setningu kvótakerfisins fyrr en Árni Bjarna kom með KVÓTAPÚKANN á öxlinni
Ég barðist gegn kvótakerfinu þar til ég var rekinn vegna skrifa minna. Síðast greinin sem ég sendi inná Moggann lenti á borði KVÓTAPÚKNAS og ég var settur á Dauðalista innstu klíku LÍÚ.
Það versta við að reyna að eiga viðræður við þig Sigurgeir er hve illa þú ert að þér. Menn hentu ekki Þorski þar sem alltaf mátti koma með þorsk að landi og máttum við hafa 5 %-10 % eða 15 % af þorski eins var umfram þorksur gerður upptækur til Ríkissjóðs. Náttúrulega ætti aldrei að vera kerfi sem ekki er með slíkan ventil svo menn séu ekki sjálfvirkt gerðir að glæpamönnum (á grásleppunni). Þú ert sammála þessu er það ekki Sigurgeir.
Ég vill að veiðirétturinn og óveiddur fiskur í sjó sé í eigu þjóðarinnar sem framvísi honum til sjómanna og útgerða í formi Sóknarmarks þar sem vissum daga fjölda verður úthlutað til hvers flokks skipa. Já Sigurgeir ég vill að allir sitji við sama borð og veiði á sömu forsendum. Ekki að hér eignist einhverjir réttinn og geti síðan leigt eða selt þeim sem vilja vinna í sjávarútvegi réttinn. Leiguliða fyrirkomulag.
Þegar Borgarstjórinn Davið Oddson sýndi sitt spillta (rétta) andlit og fór að hysja buxurnar upp um menn sem búnir voru að setja útgerð fjölskyldu sinnar á hausinn. Hætti ég að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ég geng ekki veg spillingar Sigurgeir er ekki í mínum genum. Hvað með þig Sigurgeir líkar þér spilling og hagsmunavarsla í stjórnmálum?
Segðu mér eitt sem ég hef logið í skrifum mínum Sigurgeir? Enginn ástæða að vera bera uppá mann lygar og geta ekki sýnt framá að svo sé.
Ólafur Örn Jónsson, 25.4.2011 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.