Hvernig stóð á því að þjóðin gekk aftur og aftur til kosninga og kaus Sjálfstæðisflokkinn þegar hann sat í Ríkisstjórn með Framsókn og auðsæ spilling og græðgi grasseraði í kringum þá stjórnarhætti sem beitt var. Það var ekki fyrr en þjóðin stóð eftir á brókinn gjaldþrota að fólkið vaknaði og tók völdin af þessum flokkum sem leitt höfðu þjóðina vísvitandi inn á þessa braut hyglandi vissum öflum sem þeir helguðu sitt starf og ákvörðunum. (Davíð-isminn).
Jú eins og komið hefur fram á "þjóðþinginu" Íslendingar eru heiðarleg þjóð og í uppeldinu er sannleiks ástin rík. Svo rík að við ætlum öðrum mönnum slíkt hið sama. Við trúum ekki að menn standi fyrir framan okkur og ljúgi upp í opið geðið á okkur. Við trúum ekki að til sé svona mikið af óheiðarlegu fólki á landinu. Þegar við komum erlendis höldum við allir séu að ljúga að okkur. En málið er að hér grasserar óheiðarleiki sem aldrei fyrr og því miður eru við leiksoppur þessa fólks.
Þess vegna kemur fram í skoðana könnunum núna að þrem árum eftir hrun segjast 40% af þjóðinni aftur styðja Sjálfstæðisflokkinn? Þótt vitað sé að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda uppteknum hætti og ekki koma með þjóðinni í að byggja NÝTT OG BETRA ÍSLAND.
Hvernig stendur á þessu? Erum við haldin einhverjum sjálfspíningar kvöð?
Forysta Sjálfstæðisflokkins keppist við að lýsa því yfir að þeir ætli að stand við bakið á LÍÚ að þeir eignist auðlinina (Ólöf Nordal) þau ætla að standa við bakið á þeim sem dregið hafa sér fé útúr kvóta rúllettuni. Menn sem birtast nú eftir hrunið með spilapeningana úr kvóta-veðs-rúllettunni sem Davíð og Hannes Hólmsteinn komu á. Fé þetta er nú að birtast og eru Sjálfstæðismenn tilbúnir að byrja aftur að afhenda svona óreiðumönnum ríkis eignir svo óréttlætið geti aukist og völd færst enn færri hendur.
Þessum mönnum ætlar Sjálfstæðisflokkurinn nú að hygla og þjóðin ríkur á fætur og hrópar HALELÚJA!
Hvað er að okkur? Stefna Sjálfstæðisflokksins VAR Stétt með Stétt en hjá núverandi forystu er stefnan Auð-stétt með Auð-stétt. Og "frelsi einstaklingsins til athafna" er nú "Kvótaúthlutanir" sem eru að leiða þjóðina inná braut "leiguliða fyrirkomulags".
Sjálfstæðisflokkurinn á stefnu "fyrir Davíð" sem hentar fjöldaflokk á hægri væng stjórmálanna. Gerum kröfu til forystu flokksins að þau dusti rykið af þeirri stefnu sem hentar þessu þjóðfélgi ekki bara fáeinum einstaklingum sem í siðblindni ganga veg GRÆÐGINNAR. Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar byggir á raun stefnu Sjálfstæðisflokksins um réttlæti og heiðarleika.
GRÆÐGIN MÁ EKKI VERA STEFNA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS OG 40% KJÓSENDA ÞJÓÐARINNAR
AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.