GRÆÐGIN LÆTUR EKKI AÐ SÉR HÆÐA " HVAR ER FÉLAG SMÁBÁTAEIGENDA"?

Nú þegar menn reyna af veikum mætti að fara fram á að fíflaganginum bak við bann við frjálsum handfæraveiðum verði aflétt þá kemur i ljós að Félag Smábátaeigenda lætur ekkert í sér heyra? Jú þeir hafa ánetjast GRÆÐGINNI  sem um vefur LÍÚ klíkuna. Í skjölum starfshóps um endurskoðun á stjórnun fiskveiða er bréf frá FS þar sem þeir eru að fara fram á að þeim sé veittur skýlaus réttur á eign á nýtingarrétti auðlindarinnar.

Hér eru FS að róa á sömu mið og LÍÚ að með langtíma notkunar rétti gerist þeir löglegir eigendur að auðlindinni.

Eins og Hreyfingin bendir réttilega á er þetta brölt með þennan "starfshóp" bara fyrirsláttur og hefði aldrei átt að fara þessa leið því að útkoman út úr þessu plotti átti allan tíman bara að vera ein að allt héldist óbreytt í nokkur ár í viðbót meðan atvinnurétturinn gæfi þessu fólki í LÍÚ og FS lögbundinn einkarétt til afnota auðlindarinnar um aldur og ævi.

ÞETTA ER PLOTTIÐ SEM ER Í GANGI NÚNA Í SJÁVARÚTVEGI Á ÍSLANDI. ÞAÐ ER ÞEGJANDI OG HLJÓÐALAUST VERIÐ AÐ REYNA AÐ STELA RÉTTINUM AÐ AUÐLINDINNI FRÁ ÞJÓÐINNI MEÐ ÞVÍ AÐ ÞESSIR AÐILAR FÁI AÐ STUNDA ÞESSAR VEIÐAR Í AFLA MARKI OG ÖÐLIST ÞANNIG RÉTT KOMANDI KYNSLÓÐA TIL AÐ NÝTA SÁVARAUÐLININA.

Velkjumst ekki í vafa að hér eru með í þessu plotti Alþingismenn, lögfræðingar, hagfræðingar starfsmenn hagsmunasamtaka eins og FFIS og SI og SA. Þetta er skipulögð hreyfing sem á sér eitt markmið að sjávarauðlindin verði eign þeirra sem stunda veiðarnar í þessu augnabliki og geti þar með um allan ókominn aldur selt afkomendum þessarar þjóðar réttinn til að veiða. Þjófnaður að lægstu gerð og er öllum sem að koma til háborinnar skammar.  

AFNEMUM KVÓTKERFIÐ OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband