ALLAR TILRAUNIR ÞJÓÐAR TIL AÐ AFNEMA KVÓTAKERFIÐ HAFA BROTNAÐ Á ÓBILGIRNI OG GRÆÐGI LÍÚ SEM ÆTLAR SÉR "EIGNARÉTTINN"

Óánægja þjóðarinnar með KVLÓTAKERFIÐ hefur hvað eftir annað komið upp og hafa stjórnmálamenn látið í það skína nokkrum sinnum að það eigi að endurskoða stefnuna í sjávarútvegs málum. En þegar skoðaðar eru allar þessar tilraunir síðan 1993 þá kemur í ljós að LÍÚ hefur sett skilyrði við upphaf alls samstarfs sem reynt hefur verið að hafa við þá að ekki yrði hreift við KVÓTAKERFINU!Til hvers að tala þegar búið er að ákveða niðurstöðuna.

Út af þessu hefur ekki nein breyting orði í 18 ár. Ef lesin er skýrsla "starfshóps  um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða" kemur þetta skýrt í ljós. Reynt hefur verið að fá LÍÚ menn að þessum sátta borðum en þeir hafa komist upp með að setja fyrst skilyrði fyrir því að sett er í upphaf allra skýrsla sem úr þessum tilraunum hafa ákvæði um að skilyrðislaust verði óbreytt "aflaheimilda" kerfi. 

Þetta er gert vitandi vits til að eignast "réttinn til að veiða" og "eignast réttinn á auðlindinni" með því að hér hafi þessi réttur verið í þetta langan tíma. Þótt að þjóðin "eigandinn" hafi hvað eftir annað lýst því yfir að henni þóknist ekki þetta fyrirkomulag og krefjist þess að eignarétturinn sé tryggður.

Furðu vekur einnig  að nú eru Landsamtök Smábáteigenda einnig komnir inní þetta plott LÍÚ og er greinilegt að þegar menn átta sig á því að hugsanlega er hægt að ná í gífurleg verðmæti með að eignast svona rétt þjóðarinnar og geta framselt hann geta núverandi handhafar þessara réttinda náð sér í gífurleg auðævi með því að leigja eða selja þessi "réttindi" til afkomenda þessarar þjóðar.  HÉR YRÐI LEIGULIÐA FYRIRKOMULAG eins og tíðkaðist á miðöldum.

Hér er verið að draga þjóðin á asna eyrunum. Ekkert hefur verið gert til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar heldur verið dansaður HRUN-DANS LÍÚ og nú LS einnig og á að láta tímann færa þeim það sem þjóðin vill ekki skrifa uppá "EIGNAR RÉTTINN YFIR AUÐLINDINNI". 

AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG SETJUM HÉR SÓKMARMARK áður en það verður of seint.

Slóð að skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum´um fiskveiðistjórnun. Leiðinleg lesning en þörf öllum þeim sem vilja berjast gegn siðspillingu og græðgi

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/Skyrslur/meginskyrsla_uppsett_lokaeintak.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Ólafur!

Það tók Íslenskan almenning margar aldir að fá mannréttindin, að geta róið

til fiskjar og mega fénýta aflann.

Þjóðinn reis upp, er vélbáta öldin og mannréttindin, að mega róa til fiskjar, sem

frjálsar manneskjur,  komu loksins til Íslands.

Frjálsar handfæraveiðar, leysa einar og sér, byggða, fátæktar og atvinnuvanda

Íslendinga!

Eigendur stærstu fiskiskipanna ákváðu að taka mannréttindin af þjóðinni,

og innleiða kvótakerfið, Íslendingar verða að fá mannréttindin aftur,

að róa til fiskjar, á litlum bátum, og mega fénýta aflann!

Aðalsteinn Agnarsson, 25.4.2011 kl. 18:37

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Aðalsteinn en verst er að ég er búinn að komast að því af hverju ekki má gefa handfæraveiðar frjálsar! Landsamband Smábáta eigenda er að vesenast í því að þeim sé gefinn "atvinnuréttur" á smá bátum og þeir einir geti framvegis róið á smábátum eða þeir sem leigja af þeim réttinn.

Þetta kemur fram á skýrslunni frá endurskoðunnar nefndinni. Það átti að lauma þessu inn. Þetta er allt á sömu bókina Aðalsteinn

Að sjálfsögðu eru það mannréttindi strandríkis að fá að róa með handfæri en svona fer græðgin með menn. 

Ólafur Örn Jónsson, 25.4.2011 kl. 23:10

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þú ert flottur á vaktinni Ólafur,

skrifum undir áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu á,  þjóðareign.is

Kjósum um kvótakerfið, AFNÁM VISTARBANDA.

Aðalsteinn Agnarsson, 26.4.2011 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband