25.4.2011 | 13:03
Ólöf Nordal og Sjálfstæðisflokkurinn skríða enn fyrir LÍÚ klíkunni og hundsa stefnu flokksins og kröfu þjóðarinnar
Það ætlar því miður að taka forystumenn Sjálfsstæðisflokksins langan tíma að skilja að tími Davíðs og náhirðarinnar var ljótur blettur í sögu Sjálfstæðisflokksins sem þarf að gera upp og gleyma. Af hverju vilja forystu menn Sjálfstæðisflokksins ekki að stétt með stétt taki höndum saman og leiðist út úr þeim hrikalegu erfiðleikum sem hrunið runnið undan kvót-veð-sukkinu olli?
Ef eitthvað af þeim mistökum sem gerð voru í tíð Davíðs í Forsætisráðherrastóli ber hæst er það Guðfaðir hlutverk hans í Kvótamálinu. Fara inná þing undir kjörorðinu að moka Framsóknarflórinn en taka að sér að leiða Halldór Ásgrímsson sér við hlið spilltasta stjórnmálamanna allra tíma og leggja blessun sína ekki bara yfir áframhald kvótakerfisins heldur sérstaklega að breyta kvóta í skíra Gull og veðsetja sem slíkt. Þetta atferli Davíðs er sannanlega orsök upphafs hrunsins.
Með því að nota veðin sem Gull var þarna búið til þvílíkt margfeldi peninga að (Hannes Hólmsteinn á youtube) allt peninga kerfi landsins rambaði þegar þessir Matador peningar útgerðarinnar flæddum um þjóðfélagið. Nú situr útgerðin eftir með yfir 500 milljarða skuldir og Ólöf Nordal leggur til óbreytt ástand. Auknar skuldir fleiri flottræflar leystir út með fulla vasa af peningum sem þjóðin á að borga með annars vegar afskriftum og hinsvegar verðbótum. Kúga þjóðina til að halda gangandi óða græðgi LÍÚ klíkunnar.
AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK. Nóg komið af spillingu og græðgi.
Hvenær ætlar forystu svei Sjálfstæðisflokksins að átta sig á því að það er ekki framtíð í þessu landi með KVÓTAPÚKANN ásamt Davíð á hanabjálkanum. Það verður að drepa í valdagræðgi þessara manna og snúast á sveif með þjóðinni sem þarf á sterku stjórnmála afli að halda sem byggir á gömlum gildum Sjálfstæðisflokksins um Stétt með Stétt og frelsi einstaklingsins til athafna. Sjálfstæðisflokkurinn á eitt besta stjórnkerfi fiskveiða Sóknarmark Matthíasar Bjarnasona sem hægt er að lögleiða með einu pannastriki.
Sameinumst um Nýtt og Betra Ísland AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG LÖGLEIÐUM SÓKNARMARK.
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn mun verja hagsmuni LÍÚ og vinnuveitendamafíunnar til helvítis og til baka aftur. Þetta vita allir kjósendur flokksins en kjósa hann samt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.4.2011 kl. 13:29
Þú spurðir mig ólafur hvort ég gæti komið með eitthvert dæmi um að þú lygir.Það eru ekki vandræði að gera það En ég ætla að eins að koma með eitt.Ég nenni hreinlega ekki að telja þau öll upp því stöðugt bætast ný við.Nýjasta lygi þín er að Davíð Oddson hafi eitthvað komið að stetningu kvótakerfisins.Þú munt aldrei getað komið með nein rök fyrir því.
Sigurgeir Jónsson, 25.4.2011 kl. 13:36
OOOOHHHH 16 ÁR Í RÍKISSTJÓRN ....... GUÐFAÐIR OG VERNDARI KERFISINS NO ONE
Hannes og Davíð á youtube TÆR SNILLD HÉR VAR ALLTÍ EINU FULLT AF PENING
Sannleikurinn er sverð mitt og heiðarleikinn minn skjödur
AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK
Ólafur Örn Jónsson, 25.4.2011 kl. 16:41
Já Axel spurningin er bara afhverju styðja menn við svona spillingu sem gengur gegn stefnumálum flokksins ???
Þetta var viðtekin venja hjá Framsóknar flokknum og allir gengu að því sem gefnu en hvers vegna nær Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki uppúr þessu?
Hópur manna kom labbandi út úr Háskólanum og breytti flokknum í brandar ... nú er brandarinn orðinn súr en enn er haldið áfram þótt enginn hlæi lengur
Ólafur Örn Jónsson, 25.4.2011 kl. 16:47
Sælir
Ég veit ekki hvað kyndir heift þína Sigurgeir, en ég vona að það sé þess virði.
Ég er ekki samála Ólafi í öllum málum, en þó ber ég virðingu fyrir honum sem fengsælum skipstjóra og einnig sýnist mér á skrifum hans að hann sé heiðarlegur maður.
Það að rífa kjaft (öðru nafni, að fylgja sínum skoðunum) setur oft stóra steina í götu manns atvinnulega séð, það hef ég upplifað til sjós.
En ég fer þó sáttur að sofa þegar ég hef staðið með gildum mínum, ég hef aldrei kunnað að taka "hundinn" á yfirboðara mína, sem í flestum tilfellum hafa verið starfsbræður Ólafs.
(Að taka hundinn er að dilla skottinu og slefa þegar skipstjórinn kemur inn í borðsalinn eftir að hafa drullað yfir áhöfnina tímunum saman þegar trollið kemur óklárt upp).
Ég hef aldrei verið rekinn, enda eru góðir dekkmenn sjaldan látnir fara, en stökkið upp í bátsmannsstöðuna hefur stundum tekið óeðlilega langan tíma.
Ólafur virðist hafa sleppt því að taka "hundinn" gagnvart sínum yfirboðurum, sem í hans tilfelli voru útgerðarmenn, það finnst mér virðingar vert.
Bestu kveðjur
runar (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.