24.4.2011 | 20:30
ÞEGNAR ANNARA LANDA ÚTHELLA BLÓÐI SÍNU TIL AÐ NÁ RÉTTI YFIR AUÐLINDUM LANDA SINNA SEM VIÐ ERUM AÐ LÁTA STELA AF OKKUR
Fréttir berast á degi hverjum að fólki sem fer gegn byssukjöftum til að tryggja framtíðar réttlæti í löndum sínum. Einræðisherrar nota herafl til að brjóta niður andtöðu mótmælenda sem krefjast Lýðræðislegra réttinda. En fólkið er knúið af réttlætiskend og vill betra líf fyrir afkomendur sína en þessir fantar hafa búið þeim.
Það er sammerkt með einræðisherrunum og kjölturökkum þeirra að þeir hafa dregið sér fé frá náttúrulegum auðævum þjóðanna og sólundað þeim og lagt í banka í öðrum löndum þar sem þeir eiga þá vísa ef stjórmála ástand breytis í heimalandinu eins og nú er að gerast.
Það er aumt hlutskipti að vera Íslendingur og horfa á þetta gerast á sama tíma og LÍÚ klíkan er að taka yfir sjávarauðlindina. Búnir að ná hreðjar taki á Alþingi og sá valdasprotum sínum um allt þjóðfélagið í þeim tilgangi að ganga milli bols og höfuðs á þjóðinni sem þeir eru búnir að steypa í skuldafen með sjálftöku á fé.
Græðgi þessara afla er slík að ekki í neinu Vestrænu ríki hafa samtök í atvinnulífi farið fram með slíku offorsi og stefnt Lýðræði eins í voða og hér er verið að gera einmitt á þessari stundu á Íslandi.
Þjóðin verður að ná að stoppa þetta ferli óða græðgi grípa inní og krefjast réttar síns til að taka til baka yfirráðarétt sinn yfir auðlindinni og úthlutunar reglur. Blása verður á öll fals rök LÍÚ að hér sé kvóti búinn að skipta um eigendur. Staðreyndin er að í þessu plotti er búið að skuldsetja útgerðina fimmfalt til að setja á svið gjaldþrot ef þjóðin skríður ekki fyrir þessu fólki og afhendir þeim þjóðarauðinn til eignar um alla framtíð.
Stoppum ránið í fæðingu og AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.