24.4.2011 | 16:16
GHOSTBUSTERS ehf. SKÝRING Á FREKJU LÍÚ ER LJÓS VERIÐ AÐ TRYGGJA HANDHÖFUM KVÓTANS EINGARRÉTTINN
Það á ekki að fara hátt en er nú krystall tært að LÍÚ gerir allt til að núverandir handhafar haldi nýtingunni á aflaheimildunum. Því lengur sem þeir geta haldið aflaheimildunum því nær eru þeir því að ná lagalegum rétti yfir auðlindinni allri.
Eins og ég hef skýrt hófst þetta ferli 1993 og kemur fram í "Tvíhöfðaskýrslunni" þar sem allar tegundir voru hnýttar inn í kvótann. Þarna hófst veðsetningin og sóknin í að eignast auðlindina alla.
Þarna hófst einnig skipulögð eftirför eftir öllum þeim sem börðust gegn kvótkerfinu og þeim útrýmt með skipulögðum hætti til að tryggja að úthlutunarkerfið héldist ótruflað í langan tíma.
Þrýst var á að allir sem héldu á aflaheimildum veðsettu þær og byrjað var að "skipta um eigendur" til að búa til "annarrar kynslóða" kvótahafa.
Þetta er skipulegt rán á nýtingu miðanna og sjávarauðlindarinnar og verður að stöðva strax í dag. Þjóðin verður að ná rétti sínum því alls ekki megum við halda áram með kvótakerfi í neinni mynd því að því nær eru kvótahafar að framkvæma glæpinn sem skipulagður var 1993.
AFNEMA BER KVÓTAKERFIÐ OG LÖGLEIÐA HÉR SÓKNARMARK annars er búið að ræna fiskveiðiþjóð fiskinum.
Athugasemdir
Íslenskur almenningur á að setja allar fleytur á flot, og smíða nýjar,
út á sjó, og mokfiska, 10 þorskar, 10 kílóa, á dag, = 100 kg x 30 dagar =
3.000 kg. x 400 kr. kílóið = 1.200.000 krónur.
þetta gæti fátækt fólk gert á árabát með veiðistöng, í góðu veðri.
Aðalsteinn Agnarsson, 24.4.2011 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.