24.4.2011 | 07:49
SKERA ÞARF Á ÞJÓÐFÉLAGSMEINIÐ TIL AÐ HLEYPA GREFTRINUM ÚT. KVÓTAPÚKINN FÉKK AÐ EYTAR ÚT FRÁ SÉR ALLT OF LENGI
Menn þurfa ekki að vera vitleysingar þótt þeir hafi ekki unnið í fiski eða verið á sjó. Fólk hefur skoðun á því að lítll hópur manna ætli sér einkarétt á nýtingu auðlinda sjávar eins og LÍÚ reynir nú að tryggja með linnulausum áróðri og óbilgjörnum þvingunar aðgerðum. En fólkið sér óréttlætið og staðfesting á óréttlætinu fékkst svo sannarlega með ályktun Mannréttindastofnunar Sameiniðuþjóðanna.
Ef þjóð er aðili að slíkum sáttmálum fer þjóðin eftir ályktunum þeirra. Spilltir stjórnmálamenn og þeir sem fá úthlutað fríum kvótum til veiða koma ekki í veg fyrir það. Spillingin má ekki rista svo djúp. Ef svo er verður að skera á meinið og hleypa óþverranum út og sótthreinsa sárið. Eitur KVÓTAPÚKANS sýkir allt sem hann kemur nálægt sennilega eitthvað úr uppeldinu? Hver veit hvað hefur komið fyrir hann.
Fólkið sér hvernig búnar eru til milljarða skuldir sem engin veð eru fyrir og PÉTUR OG PÁLL labba með þessa peninga í vasanum út um hvippinn og hvappinn á meðan lán fyrir þessum peningum er helt yfir þjóðina í formi afskrifta.
Fólkið í landinu er að halda uppi hirð (fíflum) út um allan heim með verðbótum sem notaðar eru til að bera tapið af öllum þessum fjárdrætti sem LÍÚ bers nú fyrir eins og grenjandi ljón. Ef kvótkerfið verður ekki afnumið núna fer þjóðin annan kollnís út af þessari kvótarúllettu það er ekki spurning hvort heldur hvenær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.