22.4.2011 | 11:41
MANNRÉTTINDI OG MANNVIRÐING - - - HÉR TÍÐKAST AÐ MÖNNUM SÉ BOLAÐ ÚR STARFI FYRIR SKOÐANIR SÍNAR OG ÞÁTTÖKU Í UMRÆÐU LÍÐANID STUNDAR
Jú það er gott og blessað að eiga greiðan aðgang að óspilltri náttúru en ég er hræddur um að Íslendingar þurfi að tryggja fyrst allmenn mannréttindi vestrænna þjóða áður en við förum að kafa dýpra í (gælu) mannréttindi .
Hér tíðkast að menn sem leyfa sér að hafa skoðanir á t.d. sjávarútvegsmálum mega búast við símhringingu frá KVÓTAPÚKANUM sem les þeim pistilinn og hótar þeim atvinnu missi sem hann segir þeim að þeir hafi áunnið sér með skrifum sínum að umsögn á almennum vettvangi.
Hér eru mörg dæmi um að menn voru reknir úr störfum í sjávarútvegi til að þagga niður skoðanir þeirra til að trufla ekki veðsetningar á kvótum. Þessar veðsetnignar sem komnar voru út í hreinann fjárdrátt. Ekkert mátti koma upp um hvernig KVÓTAPÚKINN á Akureyri fór að því að margfalda úttektir sínar út úr bankakerfinu og nota til auðsöfnunnar um allt land og til annara landa. Menn stóðu á öndinni hvenig þetta var hægt en nú liggur fyrir að hann fékk margfeldi á "eign sína" í bönkunum sem lánuðu og veðsettu trekk í trekk út á sömu kvóta tonnin sem væru þau GULL en ekki aflaheimild á pappír.
Nú skekur þessi sami maður þjóðafélagið með félögum sínum sem flagga þessum peningum sem sérstaklega voru prenntaðir fyrir þá (engin veð) og nota nú til að kaupa völd út um allt þjóðafélagið svo hann ræður ekki einatt LÍÚ heldur hefur hann í vasanum allt atvinnulíf í landinu.
Hvaða þjóðfélag eru þessir menn að skapa? Að fólkið hafi skitin 200 þús krónur á mánuði meðan lögfræðingar og sérfræðingar hafa 20 þús á tímann. Hér er verið að boða slíkt óréttlæti að aldrei hefur Vestrænt þjóðfélag tekið eins stórt skref afturábak frá réttlæti og mannréttindum og mannvrðingu eins og Íslendingar eru að taka núna eftir hrunið. Með því að ekki eigi að fara gegn kvótahöfum og stoppa eigna upptöku manna sem flagga peningum sem koma út úr fjárdrætti sem tíðkast hefur hér siðan 1993 þegar þessi spilling hófst eru stjórnvöld og Alþingi að lögleiða hér banana Lýðveldi.
Við skulum endilega passa uppá að við getum notið óspilltarar náttúru og höfum löglegt að menn þver brjóti almenn mannréttindi og mannvirðing verði fótumtroðin. Það er ákúrat það sem við þurfum núna þegar verið er að stela þjóðinni.
Athugasemdir
Þetta er einhver allra besta grein um þessi mál sem ég hef lesið og því miður er sannleikurinn í henni MUN MEIRI en margan grunar.
Jóhann Elíasson, 22.4.2011 kl. 12:45
Meiri sannleikur Jóhann? Þetta er sannleikurinn í hotskurn. Þessir peningar kosta þá ekki neitt. Bankarnir eru með fyrirtæki á útsölum. Bæði iðnfyrirtæki og fyrirtæki í verslun og þjónustu. Nú eru þessir peningar teknir úr öruggum geymslum í englandi og allt keypt. Bankarnir eru að sjálfsögðu glaðir að fá þessa peninga og klíkan í kringun LÍÚ menn tekur yfir þessi fyrirtæki.
Þetta eru þeir sem fengu kvótapeninga á sínum tíma af hverju ættu þeir ekki að nota sín nýju fyrirtæki til að sameinast inn í nýju valda hítina? Væri gaman að vita hverjir einga þau fyrirtæki innan Samtaka Iðnaðarins sem studdu LÍÚ sama Samt. Verslunarmanna? Þetta grefur sig djúpt.
Ólafur Örn Jónsson, 22.4.2011 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.