21.4.2011 | 11:02
GHOSTBUSTERS ehf. Hvernig nær AMBÁTTIN rétti sínum þegar illur eigandi misbýður líkama hennar og sál?
Hvernig getur þjóðin náð aftur yfirráðarétti yfir auðlindinni ef Jóhanna og hennar fólk ætlar að gunga á þjóðarakvæðagreiðlsunni? Það er furðulegt ef eftir allar yfirlýsingarnar á að slá af og gefa útgerð annað tækifæri að taka hring í bönkunum. Halda áfram að afskrifa óða skuldir LÍÚ klíkunnar án þess að innkalla veðin, kvótann.
Hvað þurfum við mörg að koma saman fyrir utan Alþingi til að knýja fram Lýðræðislegan rétt okkar og yfirráða réttinn yfir auðlindinni?
Stoppa afskriftir og krefjast að gengið verði að eignum fyrst kvótum ef ekki hefst uppí skuldir.
Gefa handfæraveiðar aftur frjálsar innan skynsamlegra sóknarmarka svo fólkið í landinu búi við almenn mannréttindi og hafi aftur rétt til sjálfbjargar.
Hvað getur fólk í Lýðræðisríki gert þegar öfga samtök sem vilja svipta þjóðina sjálfbjöginni taka völdin af Ríkisstjórninni með kvíslingum sem logið hafa sig inná þingið í þeim eina tilgangi að ganga erinda KVÓTAPÚKANS sem haldinn er slíkri valdagræðgi að honum halda enginn bönd.
Við eru að verða vitni að valdaráni KVÓTAPÚKANS. Hann er á undanförnum árum búinn að berja niður alla umræðu gegn kvótanum með hótunum og ofbeldi. Hann hefur komið fólki fyrir um allt þjóðfélgið hann hefur fólk sem vinnur fyrir hann inní bönkum og í trygginarfélögum. Hann hefur lögfræðinga á sínum snærum í flestum lögfræði stofum. Hann hefur notað kvótarúllettuna skipulega til að auka við eignir sínar innan sjávarútvegs og í bönkum þar sem hann hefur gífurleg völd og nú er komið í ljós að hann hefur ekki einatt öll tök á Sjálfstæðisflokknum og í LÍÚ heldur hefur hann hreðjartök á öðrum stjórnarflokknum sem gerir bara það sem hann segir þeim. Svona vinnur KVÓTAPÚKINN ég veit það því hann hefur sagt mér það.
Margir af þeim mönnum sem náð hafa í fé út úr kvótarúllettunni eru komir með eignatengsl inní fyrirtæki um allt þjóðfélagið bæði í iðnaði, þjónustu og verslun. Þessir aðilar stjórna nú orðið úr sínum skúmaskotum og eru ástæða þess að meirihluti næst innan sambanda eins og Samtök Iðnaðarins sem áður voru harðir kvótaandstæðingar um að hygla LÍú klíkunni innan SA! Þetta er allt sama árásin á Lýðræðið og skipulögð aðför að þjóðinni og hennar kjörum. Allt byrjaði þetta á skrifstofu LÍÚ 1993.
Ég veit að þetta er reyfaralegt en velkist ekki í vafa svona er þessi maður. Ég hlustaði ekki á þegar tvívegis var sagt við mig þegar ég var skipstjóri á einu hagkvæmasta skip landsins að ég væri kominn á dauðalista LíÚ en hvað kom í ljós? Fáir trúðu að kvótinn yrði framlengdur í upphafi en hvað kom í ljós. Það sem er að eiga sér stað núna í kringum kvótakerfið nálgast LANDRÁÐ fyrirgefið að ég segi það.
Ég er ekki vinstri maður eða aðhyllist öfga skoðanir en ég elska mína þjóð og skal aldrei horfa þegjandi á sauðspillt fólk haldið ÓÐA GRÆÐGI eyðileggja eitt fallegasta þjóðfélag í heim. Hætta steðjar sannarlega að hvað er til ráða?
Stöndum í vegi valdaráns og AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK
Athugasemdir
Flottur ertu Ólafur Örn!
Aðalsteinn Agnarsson, 21.4.2011 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.