20.4.2011 | 13:22
ÞJÓÐIN ER EINS OG SVÍVIRT AMBÁTT UNDIR SELD HÚSBÓNDANUM LÍÚ
þJÓÐIN hefur misst sjálfsvirðingu sína ALÞINGI sem er nú handbendi LÍÚ manna sem í krafti GRÆÐGINNAR valta nú yfir þjóð sína AMBÁTTINA sem þeir eru búnir að beygja í duftið og svívirða.
Ógeðslegt plott innsta hrings LÍÚ klíkunnar sem staðið hefur síðan 1995 er nú að bera árangur. Með því að hóta og eða bera fé í menn og stofnarnir og fjarlægja aðra úr umræðunni hafa þessir menn með KVÓTAPÚKAN fremstan í flokki komist til slíkra Mafíu valda í þjóðfélginu að ekkert fæst leiðrétt af því óréttlæti sem AMBÁTTIN er beitt.
Alþingi þjóðarinnar er ekki til lengur til sem Lýðræðisleg stofnun sem gengur erinda þjóðar sinnar heldur leiksoppur KVÓTAPÚKANS sem greinilega hefur með undirlægju hætti náð tökum á fleiri manns inná þinginu og togar í spottana sitt á hvað eftir sínu höfði og eftir dansa limirnir.
Ekki getur dulist neinum sú hagsmunagæsla sem stendur í vegi fyrir því að afmá mesta spillingar mál allra tíma KVÓTAKERFIÐ. Þetta snýst ekkert lengur um fiskinn í sjónum þetta snýst um fjárdrátt úr bönkum landsins og Ríkissjóði. Á fínu máli kallast þessi fjárdráttu afskriftir sem AMBÁTTIN þarf að borga með líkama sínum og sál.
Nú liggur AMBÁTTIN lamin og svívirt af LÍÚ klíkunni sem veltir sér í vellystingum. Þetta fólk kann ekki að skammast sín og Á EKKI SKILIÐ AÐ KALLA SIG ÍSLENDINGA.
AFNEMUM SPILLINGU KVÓTAKERFISINS OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK
PS Sverð mitt er sannleikurinn og heiðarleikinn minn skjöldur.
Athugasemdir
Eru ekki til samtök gegn kvótakerfinu, ef ekki þá þarf að stofna þau strax, öflug smtök.!!
Eyjólfur G Svavarsson, 20.4.2011 kl. 13:40
Heimildir mínar herma, að linkind í kvótamálum hafi verið það tilboð, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið og þegið, gegn því, að hann styddi í staðinn Icesave-III-frumvarpið.
En niðurlæging íslenzkrar þjóðar er mikil:
1) Ráðamenn hennar níða gjaldmiðil okkar, þótt sveigjanleiki hans hafi bjargað okkur um útflutnings- og ferðaþjónustu-tekjur og aukið samkeppnishæfi okkar á þeim sviðum og orðið þannig þjóðarbúinu til mikils gagns á erfiðleikatímum, ólíkt því sem gertðist í Grikklandi, Írlandi og víðar.
2) Fyrrverandi forsætisráðherra Dana ræðst með ruddafengnum hætti að forseta okkar í sjónvarpsviðtali (sem kemur reyndar óvart upp um hlálega vanþekkingu hans á aðalatriðum og ýmsum megintölum Icesave-málsins), og yfirmenn Ríkis-Sjónvarpsins hér verðlauna hann svo með því að endursýna það viðtal á bezta útsendingartíma!
3) Eina starfhæfa varðskip Landhelgisgæzlunnar er málað í Esb.-fánalitum -- þvert gegn ákvæðum laga um merkingu skipa Gæzlunnar ?? og sent suður í Miðjarðarhaf á stríðsslóðir!
4) Stjórnvöld samþykkja hvað eftir annað andstjórnarskrárlega Icesave-samninga til að borga ólögvarða kröfu gamalla, síhótandi nýlenduvelda og jafnframt kolólöglegar vaxtakröfur, með stórri fjárhagsáhættu fyrir landið.
Ég gæti haldið lengi áfram, en þarf að nota þennan bjarta dag í annað!
Jón Valur Jensson, 20.4.2011 kl. 14:09
Hér áttu ekki að vera tvö spurningarmerki í lið 3), heldur þankastrik; Moggabloggstæknin er farin að breyta löngum þankastrikum í spurningarmerki!
Jón Valur Jensson, 20.4.2011 kl. 14:11
Djö... er ÓLAFUR ÖRN FLOTTUR!
Aðalsteinn Agnarsson, 20.4.2011 kl. 14:19
Þakka innlitið strákar .. jú það eru hópar en það þarf að stilla saman strengi Eyjólfur þetta verður að nást saman það er hreint og beint verið að stela þjóðinni af fólkinu. Ég get ekki séð annað en að hér verði þjóðfélag eins og Araba þjóðir eru að berjast út úr.
Það er skrítið að þetta fólk vilji svona þjóðfélag. Þeir sem hafa ferðast til S-ameríku eins og Chile og Peru þar sem svona stéttarskipting er eins og stefnir í hér. Þar býr slektið bak við 3 metra háa veggi með spjótum og glersáldri ofan á. Þetta fólk sem á peninga keyrir í brynvörðum bílum með lífverði með sér.Ég er hræddur um að græðgin sé að keyra okkur inní svona þjóðfélag.
Þess vegna segi ég þetta fólk vill ekki vera Íslendingar með okkur hinum.
Ólafur Örn Jónsson, 20.4.2011 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.