ALÞINGI SKULDAR ÞJÓÐINNI TÆKIFÆRI ... AÐ KJÓSA UM AFNÁM KVÓTANS

Hvernig getur Alþingi vogað sér að standa í vegi þjóðarinnar að fá að ákveða hvernig sjávarauðlindinni er ráðstafað. Þjóðin er að rísa upp úr mesta niðurlæginar skeiði sem yfir okkur hefur gengið síðan kvótakerfið var sett í lög.

Hrunið var afleiðing sjálftöku útgerðamanna á fjármunum þjóðarinnar út úr bönkunum með svika plotti og veðsetningum eigna þjóðarinnar. Þess vegna verðum við að borga okkar lán að fullu eða verða gjaldþrota vegna athafna þessa fólks. Velkjumst ekki í vafa um það. 

Eigna missirinn, atvinnuleysið, launalækkanir allt eru þetta afleiðingar kvótakerfisins og hegðunar útgerðamanna í veðsetningum og lántökum sem notaðar voru í bruðl sem kom útgerð ekkert við. Þessi skaði hvílir á þjóini okkur núna. 

Núna er góðæri í hafinu en það má ekki veiða vegna þess að LÍÚ er með þumal skrúfu á Hafró og leyfir ekki aukningu á aflaheimildum sem gætu sannanlega hjálpað til af þjóðin fengi aðgang að þeim.Vegna aðgerða til að halda verði á kvóta uppi fæst ekki að veiða frjálst á handfæri sem ætti að vera skýlaus réttur hvers Íslendings.

Núna eru fiskmarkaðir á hæstum hæðum en þjóðin nýtur ekki þar sem allur afli og arður af auðlindinni er einangraður frá þjóðinni. Er þessum mikla arð þá ekki ráðstafað til að borga skuldir? Nei þessum peningum er sóað útgerðin ætlaði aldrei að borga þessar skuldir. Þær eiga að falla á þjóðina ef við fáum ekki að stoppa þessa endaleysu.

Það er ekki einatt búið að svipta þessa þjóð sjálfsvirðinunni, heldur sjálfsbjörginni. 

Hafa Alþingis menn ekki heyrt neyðaróp þjóðarinnar ?? Hvað þarf að koma til til að Alþingis menn skilji hlutverk Alþingis og ábyrgð sem þeim er falin þegar þeir hljóta kosningu í þetta há embætti.

AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG SETJUM Á SÓKNARMARK fyrir fólki í landinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Ólafur, þJÓÐAREIGN er með undirskriftarsöfnun, þjóðin fái að kjósa um fiskveiðikerfið.

14.000 manneskjur án vinnu, 8.000 manneskjur flúnar úr landi,

ALÞINGI Íslendinga er svo aumt, að geta ekki  unnt fátækri þjóð

frjálsra handfæraveiða, sem leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda

Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 20.4.2011 kl. 12:36

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Jæja Aðalsteinn hvað gæti komið þjóðinni betur en aukinn afli og að fá að bjarga sér. Husaðu Vestfirði núna þegar vel gefur og fiskur við bæjafótinn ... ég skil ekki í hvaða landi ég er ... margir voru að bölsótast úti Matta Bjarna á sínum tíma ... en hann kunni þó að taka ákvarðanir og framkvæma þær ... síðan þegar eitthvað var a komið í gang þá var hann maður til að leiðrétta og laga og bjó sennilega til eitt besta fiskveiðistjórntæki í heim á þeim tíma.

Eigum við ekki alvöru menn lengur hvernig þjóð er þetta orðin ... búið að hóta okkur og brjóta svo hér rennur ekkert blóð. 

Ólafur Örn Jónsson, 20.4.2011 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband