19.4.2011 | 20:55
ÞJÓÐIN BORGAR EKKI SKULDIR ÓREIÐUMANNA Í FORMI AFSKRIFTA ÞESSARI VITLEYSU VERÐUR AÐ LINNA
Það verður að rannsaka það sem fram fer varðandi skuldafen útgerðarinnar. Hve háar eru skuldirnar orðnar? Sumir segja yfir 500 milljarðar og síðan heyrast tölur uppí 800 milljarða. Hvort sem er svona skuldir borga útgerðirnar aldrei og Skinney / Þinganes málið sýndi ( 2,6 milljarðar) að hér stendur til að borga þessar skuldir aldrei. Ef Skinney / Þinganes er skoðað - af hverju var ekki gengið að kvótaeign Skinney/ þinganes?? Af hverju voru ekki teknar kvótaeignir uppí þessa skuld þegar hún var felld niður.
Allar afskriftir á skuldum þessara fyrirtækja sem komin eru í þrot verða að enda með að kvótar þeirra verði gerðir upptækir. Þjóðin verður að fá kvótana til eigin ráðstöfunnar frekar en að láta þessar útgerðir leika blekkingarleik með aflaheimildir og margveðsetja þær láta svo skuldirnar falla á okkur þjóðina.
Það á að vera öllum ljóst að þessi framsals leið og leyfi til að veðsetja aflaheimildirnar voru gífurleg mistök og þetta hefði aldrei átt að eiga sér stað nú þarf að afnema þetta og engar skuldir mega niður falla nema fyrst sé búið að rýja allar eigur þar með taldar aflaheimildir og veiðirétt af þeim fyrirtækjum sem ekki ætla að standa í skilum með þessar skuldir.
Athugasemdir
Og allt þetta er gert í nafni vinstri stjórnar. Svo heldur fólk að það sé hægt að berjast á móti LÍÚ.
Sigurður I B Guðmundsson, 19.4.2011 kl. 21:08
Var þetta ekki Nóna ehf sem fékk niðurfelldar skuldirnar?
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 19.4.2011 kl. 21:32
Nóna ehf. á ekki nema rúm 800tonn af þorski og rúm 200 tonn af ýsu og eitthvað til viðbótar af öðrum tegundum.
og tvo smábáta.
Þetta hefði átt að seljast og síðann afskrifa afganginn
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 19.4.2011 kl. 21:43
Sælir stákar. Já Siguður en þetta margfeldi og gull-gerð úr kvótum hófst ekki fyrr en Davíð gerðist Guðfaðir kvótans og skrifast þetta alfarið á hann og Halldór. Ég er hræddur um að fáir í vinstri stjórninni hafi skilið hvað var verið að fara út í.´Ég man að Steingrímur Hermannsson lýsti yfir vanþóknun á kvótanum undir það síðasta á sinum ferli.
Hallgrímur Nóna er í eigu Skinney/Þinganes. þetta var þjófnaður fyrir opnum tjöldum og hefði aldrei átt að líðast. Já náttúrulega átti að taka kvótanna þeir eru veð. Ég er að leggja til að engar frekari afskriftir fyrr en búið er að ná öllum eigum og kvótum. Er sjávarútvegur ekki alvöru grein sem stendur og fellur með sjálfum sér. það eru tekin lán þá borga menn lán eins og almenningur
Ólafur Örn Jónsson, 20.4.2011 kl. 00:41
Þjófnaður fyrir opnum tjöldum! ! Auðvitað, einn af mörgum.
Hvenær hættum við að tala, tala, tala, um þennan djöfulskap í samfélagi okkar en förum að gera eitthvað í staðinn. Skelfilega er það gremjulegt að vera orðinn svona gamall og aumur til átaka.
Árni Gunnarsson, 20.4.2011 kl. 11:55
Árni við erum gamlir en ekki aumir ... það verður að hamra á þessu. Tölvuborðið er beitt hjá mönnum eins og ykkur sem kunnið að skrifa og eftir er tekið.
Hér er kominn sannleikurinn á bak við alla þessa heift og yfirgang sem þessir menn hafa beitt til að halda þessu leindu.
Davíð og Halldór voru innvolvaðir í þetta og ef ég vissi um fleiri en Þorstein Má sem óðu inní Hampiðju og kröfðust þess að ég yrði rekinn gæti ég nefnt þá líka.
Þetta var skipulagður "glæpur" eða hvað menn kalla það að "taka peninga út á ekkert og ætla aldrei að borga þá".
Ólafur Örn Jónsson, 20.4.2011 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.