19.4.2011 | 09:03
RANNSÓKN Á VEÐUNUM OG HVERNIG YFIR 500 MILLJARÐA SKULDIR URÐU TIL
Talið er að "verðmæti" kvótans sé um 128 milljarðar. Hvernig urðu þá skuldir útgerðar numið yfir 500 milljörðum? Getur verið að bak við framsalið hafi verið plott sem byggðist á því að búa til margfeldi kvóta-veða líkt og um skíra gull væri að ræða??
Ef um gull-eign er að ræða er slík inn eign "gulls í gildi" og trygging fyrir bankann sem nýtir slíka tryggingu til að margfalda útlán út úr bankanum til tryggra lántakanda. Af hverju ekki að kalla kvótann bara gull? Skítt með hver á hann og hvernig verðið fékkst (ekki gert ráð fyrir útgerða kostnaði).
Dæm: A fer í bankann og veðsetur kvótann fyrir milljarð og notar peningana til að borga B milljarð fyrir hans kvóta. A á nú nýja kvóta sem hann getur aftur veðsett fyrir annan milljarð og keypt kvóta af C fyrir milljarð númer tvö og á hann A nú kvóta fyrir 3 milljarða og getur enn tekið lán hjá bankanum fyrir einn milljarð i viðbót.
Víkur nú sögunni til B og C þeir fara í bankann og leggja inn milljarðana sína í eign í bankanum og taka báðir tvo milljarða út á inn eignirnar. Þessa peninga nota þeir nú sem gjaldmiðil á hinum almenna fyrirtækja markaði. Fyrirtækjamarkaður á Íslandi var mjög lítill og vanþroskaður svo verð á litlum og velreknum fyrirtækjum rauk upp þegar "kvóta-peningar" fóru að flæða um allt. Og eins og A gat veðsett aðkeypta kvótann veðsettu B og C nýfengnu fyrirtækin í topp og héldu áfram að taka lán á lán ofan. Þetta var upphafið að bullinu sem við sáum.
En víkjum nú aftur til Bankanna sem hófu að taka Kvótaveðin? Hvað höfðu þeir í höndunum? Jú þetta var allt í lagi ( var það ekki)? þeir höfðu veð í kvótunum??? En ef kvóta veð félli? Það mátti bara alls ekki ske þannig að LÍÚ gróf sig inní innsta hring Hafró til að stjórna því að úthlutanir á aflaheimildum yrðu "takmarkaðar" þannig að ekki mynduðust sveiflur og jafnvel offramboð. Eins voru frjálsar handfæraveiðar teknar inní kvótann.
Þetta var allt í blóma. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bundust tryggðar böndum um að halda verndarhendi yfir þessu fyrirkomulagi og fór ekki hnífurinn á milli Davíðs og Halldórs enda mátti ekkert rugga því sambandi sem batt saman þetta svika plott sem óf uppá sig inní bönkunum.
En bankarnir voru ríkisreknir! Pólístíkar stjórnir og pólitískir bankastjórar! Einhver "heiðarlegur" pólitískur bankastjóri gæti farið að fetta fingur út í þetta. Hvað þá? Þetta gekk ekki og varð Davíð að leysa þetta með því að "selja" bankanna og láta múruðu útgeramennina kaupa. En hvað? Einhverjir allt aðrir "hippar" út í bæ fóru að kaupa upp gömlu bankanna og allt fór í bál og brand og Davíð missti stjórn á plottinu.
Þetta fibaði "kvóta-greifana" aðeins en þeir náðu áttum og helltu sér útí hringiðuna og allt fór á fulla ferð. Verð á hlutabréfum fóru görsamlega úr böndunum en allt átti að vera gulltryggt þar sem "kvóta-gullið" stóð fyrir sínu. En þá hrundi einhverjir "Lehmans brothers" og búmm. Fyrirtækja bullið á Íslandi var loftbóla og enginn veð nema Kvóta-gullið? Og framsókn nánast hvarf svo ekki náðist meirihluti í Ríkisstjórn og fókið heimtaði að komast til valda. Sjálfstæðisflokkurinn var utan stjórnar!
Nú voru góð ráð dýr. Plottið um kvóta-gullið var að hrynja. Vitneskjan mátti alls ekki leka út og tryggja varð áfram haldandi kvótakerfi hvað sem það kostaði ekkert mátti rugga bátnum. Þá kom "kerlingin í Brúnna". Verra gat það ekki verið. Og hún hafði áhöfnina með sér! Davíð, Halldór og Kristján voru farnir bara KVÓTAPÚKINN eftir. Hann tók sig til og las sínum mönnum hjá LÍÚ pistilinn og tók stjórnina í sínar hendur.
Farið var inná hála braut samnigaleiðar "kvótinn af í áföngum" 15 ár 5% ok þetta væri flott gefa smá og halda öllu. Ný ríkisstjórn hlyti að koma einhvern tíma en hel.... "Kerlingin í Brúnni" sá í gegnum þetta! Kenna henni legsíu sigla flotanum inn ... allir sammála. "Ekkert haggaði rónni í brúnni og veiðileyfin voru nú allt í einu í uppnámi! Fylgisveinar KVÓTAPÚKANS gungnuðu.
Almennir kjarasamningar!!! Þarna skyldi "Kerlingin í Brúnni" fá það óþvegið. Það var óþolandi að hafa þessa "Kerlingu" að þvælast fyrir í svona mikil hæfu máli. En ekkert raskaði rónni í brúnni. "Kerlingin"sigldi sinn sjó eins og ekkert hefði í skorist og stýrimennirnir fóru að leka að þetta færi bara í þjóðaratkvæði!!!!???!!!!??? Hvaða ósvífni var þetta? Áttu nú kallarnir á dekkinu (þjóðin) að segja til um Kvótakerfi - eða SÓKNARMARK??? Var "kerlingin" að verða vitlaus? Vissi hún ekki við hverja var að eiga?? LÍÚ !!! Flinkustu útgerðamenn í heimi!! Og hann KVÓTPÚKINN ný búinn að sýna þessu fólki GLÆRU SJÓIÐ!!
Athugasemdir
Athyglisvert! Það er greinilega margt sem almenningur ekki veit, en þirfti að komast upp á ifirborðið!
Eyjólfur G Svavarsson, 19.4.2011 kl. 10:04
Þakka þér innlit Eyjólfur. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir að aldrei öll þessi ár mátti auka neitt við Kvótann þó ástandið væri hvað eftir annað eins og núna hvergi var hægt að kasta trolli fyrir þorski .. alls ekki mátt auka við Kvótann.Það varð að vera stöðugleiki á verði kvótans ekkert mátti hagga því. Alls ekki mátti ske að offramboð yrði á kvóta. Eins og alltí einu þegar ég hætti og var þá kvótinn á Ufsa minnkaður til að verð á óveiddum Ufsa kvóta minnkaði ekki á bókum Granda.
En upp komast svik um síðir. Ef þú skoðar Glærur Þorsteins Má frá Akureyrar fundinum þá sérðu hvening svika millan óf uppá sig. Engir raun peningar eingöngu veð allt á veðum. Jú jú sýndarpeningar þegar hann var orðinn stór eigandi óg sat í stjórn fyrir Glitnir enda voru þá "galdra peningar" notaðir til að sölsa undir sig rót gróin fjölskyldu fyrirtæki. Sem síðan voru veðsett svo peningarnir fóru aldrei úr bankanum. Svona fór þetta fram um allt.
Allar þessar eignir eru réttilega eign Ríkissins þ.e. íslensku þjoðarinnar
Ólafur Örn Jónsson, 19.4.2011 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.