ÞJÓÐIN OF HEIMSK TIL AÐ KJÓSA UM KVÓTAMÁLIÐ SEGIR VILHJÁLMUR EGILSSON

Ekkert verður samið á almennum vinnumarkaði ef Ríkisstjórnin gengur ekki að kröfum um áframhald kvótakerisins. Áframhald skulda söfnunnar og afskrifta. Hér ætla LÍÚ að stjórna og beitir enn fyrir sig atvinnulífinu. Þetta er kúgun og ógnun við Lýðræðið.

Hér verður þjóðin að fá að taka við. Enginn skal leyfa sér að hótast við réttkjörna Ríkisstjórn og þjóðina. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður að fara fram þar sem þjóðin kýs um annars vegar kvótakerfi eða sóknamark annað er ekki boðlegt. Eftir þessar hótanir og bolabrögð verður þjóðin að fá að tala. Með því að hafa tækifæri til að velja Sóknarmark getur þjóðin eigandi kvótakerfisins og veiðiréttarins sett leikreglur í fiskveiðistjórninni. 

Hvað vitleysa er það að útgerðin "eigi veiðiréttinn". Þjóðin á fiskinn í sjónum og allt sem að nýtingu hans  kemur. Á nú að breyta "veiðiréttinum" í svika gull og veðsetja í bönkunum? Peningagræðgin og valdagræðgin í innsta hring LÍÚ  á sér engin takmörk. Nú verður þjóðin að fá að segja hingað og ekki lengra. Þessari vitleysu verður að linna.

AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG SETJUM Á SÓKNAMARK ANNAÐ ER EKKI BOÐLEGT

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ólafur vilt þú   að Magnús Kristinnsson fari á hausinn ?Hann skuldar en þó Landsbankinn hafi afskrifað nokkurar miljarða hjá honum.Samt lifir hann eins og kóngur hér í Eyjum.Svo má ég ekki fara á Tuðruni og ná mér í soðið. þessir menn eiga ekki rétt á að valsa með fiskinn og veðsetja óveiddan fisk og aka um á 16mijónkróna bílum undir afturenanum og Frúin annan eins.Annar Rekur Hótel hér og leigir kvóta en á engvan bát.einn rekur Gistiheimili á sumrin og liggur núnna á Spánni og var í Karbískahafinu í Haust og á tölveðan kvóta,en enginn er báturinn                    .Um hvað snýst þetta hjá Vilhjálmi Egilssyni? er það um þessa menn ? 

Vilhjálmur Stefánsson, 18.4.2011 kl. 21:25

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur Örn. svo innilega sammála þér, og bæti við að við endursendum þessa skoðun Vilhjálms Egilssonar aftur til hans, því hún er ekki í takt við raunveruleikann!

 Nú má fólk alls ekki láta þennan mann telja sér trú um svona bull! Þjófnaðurin er opinber og nú er stopp hjá þeim.

 Nú er neyð í hjá gífurlega stórum hluta almennings og fyrirtækja, og Vilhjálmur Egilsson og co. munu aldrei skilja það frekar en margir aðrir. Nú tekur almenningur við stjórninni á atburðarrásinni.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.4.2011 kl. 22:18

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Nei Vilhjámur ég vil ekki að neinn fari á hausinn. En ég ræð ekki hvernig menn hafa skuldsett sig og ég er sammála þér að það er hrikalegt að sjá hvernig menn hafa misst sig. En þessi kvótarúlletta þar sem menn leyfðu sér að skrúfa upp veðsetningar með því að nota kvótaveð sem skíra gull. Þannig gátu þeir margfaldað lántökurnar því miður.Skoðaðu færslur mínar þá sérðu mína skoðun.

Já Anna það er svo sorglegt að sjá  margt ágætis fólk sem hefur gersamlega misst sig í siðblindu og lifa orðið í einhverjum öðrum raunveruleika en við hin. Það verður að skera af þetta kvótkerfi og setja hér á Sóknarmark til að koma einhverjum skikk á þessi mál hjá okkur. 

AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK

Ólafur Örn Jónsson, 18.4.2011 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband