18.4.2011 | 18:32
"KERLINGIN" Í BRÚNNI VALTAR NÚ YFIR KARLPUNGANA Í LÍÚ
Það er til marks um karlrembur að þeir mega ekki til þess hugsa að konur séu í valdastöðum. Best sést þetta nú á athugasemdum LÍÚ kíkunnar sem eru eins og hásetar í borðsalnum að væla yfir hlutskipti sínu á meðan "Kerlingin" í brúnni fyllir mótökuna trekk í trekk og hengilrífur trollin.
Þeir verða að hengslast út á dekki í ágjöf og kulda og þjóna "kerlingunni" sem leikur á alls oddi í brúnni með öll ráð í hendi sér. Þetta væri skapleg staða fyrir LÍÚ menn ef þetta væri "kallinn" í brúnni en þeir þola alls ekki að einhver "kelling" er á fljúgandi fart búinn að standa af sér staumhnút vantraustsins og situr því sem aldrei fyrr og keyrir þjóðarskútuna út úr óveðri gróðapunga og ofbeldismanna.
Það eru gömul sannindi og ný að þeir sem ekki geta borið virðingu fyrir sjálfum sér geta ekki borið virðingu fyrir öðrum. Á þetta ekki vel við mogga moralinn og LÍÚ klíkuna.
AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG SETJUM HÉR SÓKNARMARK
Athugasemdir
Góður pistill. Sendi hann á facebook
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.4.2011 kl. 23:55
Sé þetta fyrir mér, flottur ertu Ólafur.
Aðalsteinn Agnarsson, 19.4.2011 kl. 00:53
Ólafur Örn Jónsson, 19.4.2011 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.