18.4.2011 | 14:47
KERLINGIN Í BRÚNNI þarf ekki að efast um að hún hefur áhöfnina með sér við afnám KÓTANS
LOKSINS LOKSINS!! Tími Jóhönnu Sigurðardóttur er kominn. Hún heldur á lífi Kvótakerfisins alræmda í hendi sér og hefur þjóðina að baki sér. Eftir 27 ár og mesta niðurlægingarskeið íslensku þjóðarinnar að baki getur Jóhanna losað þjóðina við Kvótakerfið og sett hér á Sóknarmark.
Jóhanna má ekki gungna í því að setja nú í þjóðaratkvæði Kvótakerfi VS Sóknarmark!
Verum viss hér verða enginn Ragnarök. Meiri fiskur mun berast að landi og í gegnum markaðina munu allir eiga aðgang að fiskinum sem að berst og tryggja þannig hagkvæmni. Einokun í sjávarútvegi verður lokið.
Arðurinn í greininni mun flæða um æðar þjóðfélagsins og glæða hér atvinnulíf. Hagvöxtur Fólksins verður sjáanlegur í stað græðginnar sem nú einkennir "innstu klíku LÍÚ".
Með gjaldtöku af seldum fiski á mörkuðunum mun þjóðin byggja hér auðlindasjóð sem tryggja mun lífeyriskerfi landsins til ókominna ára.
Höfnum græðgi og yfirgangi AFNEMUM KVÓTAKERFIÐ OG TÖKUM UPP SÓKNARMARK
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.