SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ÞARF AÐ HRISTA KVÓTAPÚKANN AF ÖXLINNI

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins verða að slíta sambúðinni við LÍÚ klíkuna sem verið hefur eins og Púki á hanabjálka Valhallar síðan vinskapur hófst með Davíð og Þorsteini Má. Þríeykið Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og LÍÚ  fóru hér með öll völd í 16 ár. Mesta niðurlægingarskeið Íslenska Lýðveldisins sem endaði með hruni þjóðar og gjaldþrotum heimila. Nú hefur það opinberast okkur öllum að hér var á ferðinni skipulögð aðför að peningakerfi landsins þar sem Veðlaus Veð voru notuð sem glóandi gull í viðskiptum við bankanna í formi kvótaúthlutanna.

Með því að styðja áframhaldi óbreytt kvótakerfi eða kvótakerfi yfirleitt er Sjálfstæðisflokkurinn að leggaj blessun sína yfir þessa rúllettu sem spiluð var í bönkunum með LÍÚ og þá hegðun sem komið hefur fram í kjaraviðræðum undanfarið. ER ÞETTA ÁFRAMHALDANDI STEFNA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS að hér geti hagsmunasamtök stjórnað atvinnulífinu til að knýja réttkjörnar Ríkisstjórnir til hlýðni og stjórna þannig ákvörðunum á Alþingi? 

Krafa þjóðarinnar er skýr við viljum NÝTT OG BETRA ÍSLAND ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að koma með þjóðinni sem hefur mátt þola mestu niðurlæginu allra tíma í hruninu og byggja hér aftur það þjóðfélag sem við áttum fyrir Davíð-ismann. Þjóðfélag þar sem stétt gekk með stétt og menn voru metnir að verðleikum sínum en ekki illafengnum úthlutunum frá Ríkinu. Þjóðfélag þar sem mannréttindi voru í hávegum höfð og frelsi einstaklingsins til athafna var ríkjandi. Hvar er fókus Sjálfstæðisflokks framtíðar á LÍÚ eða velferð fólksins í landinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband