18.4.2011 | 10:10
Ég treysti KERLINGUNNI Í BRÚNNI til að skila okkur NÝJU BETRA ÍSLANDI
Góður pistill Sigmundar Ernis og yfirlýsingar ráðherranna Jóhönnu og Össurar gefur okkur von að loksins eftir 27 ár fái íslenska þjóðin náð rétti sínum gegn kvóta mafíunni sem er innsti hringur LÍÚ. Svívirðilega framkoma þessara manna núna í kringum yfirstandandi kjarasamninga fyllir mæli ósvífni og græðgi sem þessir kónar hafa sýnt þjóðinni.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur það nú í hendi sér að drepa endanlega í þessu liði með því að setja sem lög á Alþingi að hér verði nota SÓKNARMARK við fiskveiðar. Ekkert er það sem staðið getur í vegi fyrir því að þetta verði gert. En ef Alþingi þorir ekki gegn mafíunni sem hefur í hótunum við allt og alla þá setja valið í hendur þjóðarinnar að hér verði annað tveggja Kvótakerfi eða Sóknarmark. Eitt er víst ganga verður á milli bols og höfuðs á öflum í þjóðfélaginu sem voga sér að fara gegn Lýðræðinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.